Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 64
63
Í inngangi að bókinni um Herculine Barbin spyr Foucault hvort við
þurfum sannarlega á sönnu kyni að halda og heldur áfram:
Með staðfestu sem jaðrar við þvermóðsku, hafa vestræn samfélög
svarað játandi. Þau hafa þrákelknislega gert „hið sanna kyn“ að við-
fangsefni í skipulagi þar sem maður hefði haldið að veruleiki lík-
amans og nautnir hans væru það sem skipti máli.96
Foucault bendir á að þessi krafa – um hið „sanna kyn“ – hafi ekki alltaf
verið til staðar, það megi meðal annars merkja á ýmsum lagasetningum
sem vörðuðu hermafródítur fyrr á öldum, eins og vikið verður að.97 Þá
má einnig minna á að víða utan vesturlanda hafa til skamms tíma verið
viðurkennd fleiri en tvö kyn.98 Hugtakið hermafródíta er yfirleitt ekki
lengur notað í umræðu um þetta málefni og fallast má á að það sé úrelt
enda liggur uppruni þess í grískri goðsögn sem fjallar að hluta til um kyn-
ferðisofbeldi, þótt oft sé það túlkað sem ástarsamband.99 Önnur rök fyrir
Press, 1998; Alice Dourat Dreger (ritstj.), Intersex in the Age of Ethics, Hagerstown,
Maryland: University Publishing Group, 1999; og Sharon E. Preves, Intersex and
Identity. The Contested Self, New Brunswick, New Jersey og London: Rutgers
University Press, 2008 (1. útg. 2003).
96 „Do we truly need a true sex? With a persistence that borders on stubbornness,
modern Western societies have answered in the affirmative. They have obstinately
brought into play this question of a „true sex“ in an order of things where one
might have imagined that all that counted was the reality of the body and the
intensity of its pleasures.“ Michel Foucault, Herculine Barbin, bls. vii. Saga Hercul-
ine Barbin kom fyrst út á frönsku undir titlinum Herculine Barbin, dite Alexina B,
París: Editions Gallimard, 1978, en enska útgáfan er aukin, með formála Foucaults,
skýrslum lækna og að auki skáldsögu eftir Oscar Panizza sem byggð er á lífi Hercul-
ine Barbin.
97 Michel Foucault, Herculine Barbin, bls. vii–viii.
98 Sjá Friederike Heine, „M, F or Blank. ,Third Gender‘ Official in Germany from
November“, sótt 5. júlí 2017 á Spiegel Online: http://www.spiegel.de/international/
germany/third-gender-option-to-become-available-on-german-birth-certifica-
tes-a-916940.html; og Sólveig Anna Bóasdóttir, „Eitt, tvö, þrjú kyn. Þverfræðilegar
hugleiðingar um óljóst kyn og óvenjulega líkama“, Ritið 2/2014, bls. 7–30.
99 Hermafródíta er heiti sem áður fyrr var notað yfir einstaklinga sem fæddust með
bæði kvenkyns og karlkyns kynfæri, að hluta til eða í heild. Á íslensku hefur einnig
verið talað um tvítóla fólk. Nú á dögum þykja bæði orðin niðrandi. Uppruna orðs-
ins er að finna í grískri goðsögu en það er nafnið á afkvæmi Hermesar og Afródítu
sem fæddist sem yndisfagur drengur. Þegar hann baðar sig í tjörn sem gætt er af
vatnadísinni Salamakis vekur hann þvílíka girnd hjá dísinni að hún beitir öllum
brögðum til að fá hann til að þýðast sig, en hann færist undan. Salamakis biðlar
til guðanna að þau megi sameinast í eitt og í Ummyndunum Óvíðs er atvikinu lýst
þannig: „„Þó að þú streitist á móti mér, kjáninn þinn, þá skaltu samt ekki sleppa. Ó,
HIð „SANNA KYN“ EðA vERULEIKI LÍKAMANS?