Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 16

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 16
15 auka fjölbreytileika í kynhegðun og -tjáningu og draga að sama skapi úr „því hversdagslega ofbeldi sem hlýst af hvers konar kynjafyrirmyndum“ sem samfélög halda á lofti.3 Mikilvægt er að hafa í huga að Butler sækir í ólíkar áttir í verkum sínum, ekki síst til Michels Foucaults og Jacques Derrida og frönsku femínist- anna Simone de Beauvoir, Luce Irigaray og Monique Wittique, en skiln- ingur hennar á mótun sjálfsverunnar (e. subject)4 og kynvitundar hennar byggir að mörgu leyti á kenningum sálgreiningarinnar, sérstaklega skrif- um Sigmunds Freuds og Jacques Lacans.5 Í því sem á eftir fer er skoðað 3 „[…] the mundane violence performed by certain kinds of gender ideals.“ Judith Butler, „Preface (1999)“, Gender Trouble, bls. xxi. Greinargóðar umfjallanir um gjörningskenningu Butler má finna í greinum Geirs Svanssonar „Kynin tvö/ Kynstrin öll“ (bls. 138–140) og „Ósegjanleg ást“ (bls. 482–486), sem og í skrifum Sigríðar Þorgeirsdóttur, þar sem hún setur jafnframt fram femíníska gagnrýni á kenningar Butler, „Konur og líkaminn: Frá Beauvoir til Butler“, Simone de Beauvoir: Heimspekingur, rithöfundur, femínisti, ritstj. Irma Erlingsdóttir og Sigríður Þorgeirs- dóttir, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1999, bls. 101–119, hér bls. 102–105, og „Heim- speki líkamans og heimspeki í líkamanum og hvers vegna hugsun er ekki kynlaus“, Hugur 2/2015, bls. 65–80, hér bls. 70–71. 4 Nanna Hlín Halldórsdóttir ræðir merkingu hugtaksins „sjálfsvera“ í fræðilegri umræðu í grein sinni „‚Gagnrýnin hugsun‘ í gæsalöppum“, þar sem hún bendir á að þessi íslenska þýðing á orðinu „subject“ hafi ekki að öllu leyti þau blæbrigði sem það hefur í alþjóðlegu eða evrópsku samfélagi. Samkvæmt Nönnu leggur sjálfs- veruþýðingin „áherslu á það hvernig einstaklingurinn mótast í gegnum þekkingu, hvernig veran ákvarðast af því þekkingarlandslagi sem við búum í.“ Sjá Nanna Hlín Halldórsdóttir, „‚Gagnrýnin hugsun‘ í gæsalöppum: Að gagnrýna, hlusta og rökræða en fastsetja ekki ‚gagnrýna hugsun‘ í flokk“, Hugur 1/2015, bls. 123–141, hér bls. 130. Samkvæmt kenningum sálgreiningarinnar er sjálfsveran, sem er líka oft þýdd sem „hugvera“, manneskjan þegar hún er orðin hluti af samfélagi. víða í verkum Freuds má finna þá hugmynd að sjálfsveran þurfi að gefa eitthvað upp á bátinn þegar hún verður hluti af samfélaginu – að einhver ánægja eða tilfinning fyrir stjórn glatist – en Lacan talaði í því samhengi um að sjálfsveran einkenndist „af skorti eða vöntun sem hún reynir án árangurs að eyða með samsömun við ýmis fyrirbæri hins félagslega veruleika eins og til að mynda hugmyndafræði.“ Sjá Andri Fannar Ottósson og Steinar Örn Atlason, „Inngangur“, Óraplágan, þýð. Haukur Már Helgason, Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 2007, bls. 9–39, hér bls. 18. Sjá einnig Dylan Evans, „From Kantian Ethics to Mystical Experience: An Exploration of Jouissance“, Key Concepts of Lacanian Psychoanalysis, ritstj. Dany Nobus, New York: Other Press, 1998, bls. 1–28, hér bls. 11. 5 Kynusli er til dæmis þrískipt bók; í fyrsta hluta hennar ræðir Butler kenningar fem- ínista á borð við de Beauvoir, Irigaray og Wittig um það hvernig kynjatvenndar- parið (sem er síður en svo heildstætt eða röklegt) er (endur)framleitt og gerir grein fyrir kenningum þeirra um „konuna“ sem „hitt kynið“, málfræðilega fjarveru eða skort, og tilbúning sem tryggja skal fjölgun gagnkynhneigðra. Undir lok kaflans kemst Butler að þeirri niðurstöðu – með hjálp Foucaults – að ómögulegt sé að AF USLA OG ÁREKSTRUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.