Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Side 16
15
auka fjölbreytileika í kynhegðun og -tjáningu og draga að sama skapi úr
„því hversdagslega ofbeldi sem hlýst af hvers konar kynjafyrirmyndum“
sem samfélög halda á lofti.3
Mikilvægt er að hafa í huga að Butler sækir í ólíkar áttir í verkum sínum,
ekki síst til Michels Foucaults og Jacques Derrida og frönsku femínist-
anna Simone de Beauvoir, Luce Irigaray og Monique Wittique, en skiln-
ingur hennar á mótun sjálfsverunnar (e. subject)4 og kynvitundar hennar
byggir að mörgu leyti á kenningum sálgreiningarinnar, sérstaklega skrif-
um Sigmunds Freuds og Jacques Lacans.5 Í því sem á eftir fer er skoðað
3 „[…] the mundane violence performed by certain kinds of gender ideals.“ Judith
Butler, „Preface (1999)“, Gender Trouble, bls. xxi. Greinargóðar umfjallanir um
gjörningskenningu Butler má finna í greinum Geirs Svanssonar „Kynin tvö/
Kynstrin öll“ (bls. 138–140) og „Ósegjanleg ást“ (bls. 482–486), sem og í skrifum
Sigríðar Þorgeirsdóttur, þar sem hún setur jafnframt fram femíníska gagnrýni á
kenningar Butler, „Konur og líkaminn: Frá Beauvoir til Butler“, Simone de Beauvoir:
Heimspekingur, rithöfundur, femínisti, ritstj. Irma Erlingsdóttir og Sigríður Þorgeirs-
dóttir, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1999, bls. 101–119, hér bls. 102–105, og „Heim-
speki líkamans og heimspeki í líkamanum og hvers vegna hugsun er ekki kynlaus“,
Hugur 2/2015, bls. 65–80, hér bls. 70–71.
4 Nanna Hlín Halldórsdóttir ræðir merkingu hugtaksins „sjálfsvera“ í fræðilegri
umræðu í grein sinni „‚Gagnrýnin hugsun‘ í gæsalöppum“, þar sem hún bendir á
að þessi íslenska þýðing á orðinu „subject“ hafi ekki að öllu leyti þau blæbrigði sem
það hefur í alþjóðlegu eða evrópsku samfélagi. Samkvæmt Nönnu leggur sjálfs-
veruþýðingin „áherslu á það hvernig einstaklingurinn mótast í gegnum þekkingu,
hvernig veran ákvarðast af því þekkingarlandslagi sem við búum í.“ Sjá Nanna
Hlín Halldórsdóttir, „‚Gagnrýnin hugsun‘ í gæsalöppum: Að gagnrýna, hlusta og
rökræða en fastsetja ekki ‚gagnrýna hugsun‘ í flokk“, Hugur 1/2015, bls. 123–141,
hér bls. 130. Samkvæmt kenningum sálgreiningarinnar er sjálfsveran, sem er líka
oft þýdd sem „hugvera“, manneskjan þegar hún er orðin hluti af samfélagi. víða
í verkum Freuds má finna þá hugmynd að sjálfsveran þurfi að gefa eitthvað upp á
bátinn þegar hún verður hluti af samfélaginu – að einhver ánægja eða tilfinning
fyrir stjórn glatist – en Lacan talaði í því samhengi um að sjálfsveran einkenndist
„af skorti eða vöntun sem hún reynir án árangurs að eyða með samsömun við ýmis
fyrirbæri hins félagslega veruleika eins og til að mynda hugmyndafræði.“ Sjá Andri
Fannar Ottósson og Steinar Örn Atlason, „Inngangur“, Óraplágan, þýð. Haukur
Már Helgason, Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 2007, bls. 9–39, hér bls.
18. Sjá einnig Dylan Evans, „From Kantian Ethics to Mystical Experience: An
Exploration of Jouissance“, Key Concepts of Lacanian Psychoanalysis, ritstj. Dany
Nobus, New York: Other Press, 1998, bls. 1–28, hér bls. 11.
5 Kynusli er til dæmis þrískipt bók; í fyrsta hluta hennar ræðir Butler kenningar fem-
ínista á borð við de Beauvoir, Irigaray og Wittig um það hvernig kynjatvenndar-
parið (sem er síður en svo heildstætt eða röklegt) er (endur)framleitt og gerir grein
fyrir kenningum þeirra um „konuna“ sem „hitt kynið“, málfræðilega fjarveru eða
skort, og tilbúning sem tryggja skal fjölgun gagnkynhneigðra. Undir lok kaflans
kemst Butler að þeirri niðurstöðu – með hjálp Foucaults – að ómögulegt sé að
AF USLA OG ÁREKSTRUM