Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 50
49
faðir hennar skrifar til Helgu konu sinnar frá Kaupmannahöfn árið 1846
kemur fram að einhver vandræði hafi þá verið með Guðrúnu í Flatey því
hann skrifar til Helgu: „Rétt gerir þú að taka Gunnu, það lá að, að hún
mundi ekki koma sér þar.“41 Fyrr í bréfinu nefnir Sveinbjörn að honum
hafi þótt vænt um að frétta að Helgu liði „bærilega“ og væri „farið að batna
fyrir hjartanu“. Og hann heldur áfram: „Það var von, þó þér felli nær, þar
mart steðjaði að óþægilegt í einu á þig eina, og er vel, að þú hefir getað
afborið það; guð bætir þér seinna stöðuglyndið.“42 Erfitt er að segja hvað
það var sem Helga Benediktsdóttir þurfti að takast á við ein, í fjarveru eig-
inmannsins, en þó má vera ljóst að bæði hjartveiki og einhver vandræði
með Guðrúnu eiga þar hlut að máli.
Eftir brúðkaupið flytur Guðrún með Þórði vestur í Otradal og tekur
þar við búsforráðum á stóru heimili. vorið 1851 eru skráðir tíu manns til
heimilis á prestssetrinu og er Guðrún skráð þar sem „Madama Guðrún
Thorgrímsen, prestskona“.43 Ári síðar skrifar hún föður sínum bréf þar
sem hún biður hann að borga fyrir sig skuld upp í hestverð (peningarnir
fylgja „forsiglaðir í skinnpúng“). Bréfið er stutt en þó er ljóst að Guðrúnu
líkar vistin í Otradal miður vel:
Það dugar ekki að vera að berja sér þó eitthvað á bjáti, mér þikir
ekki heldur neitt að því þó einmanalegt sé því það vil eg helst en
það er sem fælir okkur burt þegar við mögulega gátum að það er svo
stórt fjall fyrir ofan bæin sem maður veit ei nær skemir alt túnið og
má þakka fyrir ef fjárhús eða fjós fer ekki. Það eru nú 4 ár síðan að
skriðan eyðilagði heilt kýrfóður fyrir utan það að alstaðar þar í kring
verður valla slegið fyrir möl og aur sem árlega rennur úr fjallinu
ofaní túnið. Þetta kalla ég stóran löst með öðru.44
Athygli vekur að Guðrún kvartar ekki yfir einmanalegu lífi, „það vil eg
helst“, þótt það hljóti að hafa verið mikil viðbrigði fyrir hana að flytja í
afskekktan dal í Arnarfirði eftir að hafa alist upp á skólastaðnum á Álftanesi
41 Lbs. 135 fol. Bréf Sveinbjarnar Egilssonar til Helgu Benediktsdóttur, 1.–12. apríl
1846.
42 Sama heimild.
43 ÞÍ, Kirknasafn. Otradalur í Arnarfirði / Bíldudalur BC/3. Sóknarmannatal 1845–
1852.
44 Lbs. 135 fol. Bréf frá Guðrúnu [Sveinbjarnardóttur] Thorgrímssen til Sveinbjarnar
Egilssonar, 19. júlí 1852. Sveinbjörn dó tæpum mánuði eftir að bréfið er skrifað,
17. ágúst 1852, og ekki hafa fleiri bréf frá Guðrúnu til hans varðveist.
HIð „SANNA KYN“ EðA vERULEIKI LÍKAMANS?