Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 132
131
kvikmyndir.37 Þó margt geti spilað inn í slíkar sögur er grunnfléttan nær
ætíð sú sama: „strákur hittir stelpu, misskilningur á sér stað milli stráks og
stelpu, strákur fær stelpu.“38 Ástarsagan fjallar síðan að mestu um hvernig
elskendurnir yfirstíga hindranir til að fá að vera saman. Þessi hugmynd
fær byr undir báða vængi í tengslum við ást Lenna á Rósu Cordovu. Það
er í öðrum kafla bókarinnar sem sagt er frá því að Lenni hafi verið tíu ára
þegar hann fann myndina af Rósu. Fundurinn hefur djúpstæð áhrif á líf
Lenna því Rósa verður tálsýn hans um ástina, konan sem hann miðar allar
aðrar konur við. Í kjölfarið er svo að sjá sem Lenni lesi sjálfan sig inn í hina
hefðbundnu ástarsögu: hann er annar elskandinn, hindrunin verður leitin
að Rósu en í lokin munu þau ná saman. Í huga hans virðist ekki leika vafi
á að Rósa muni elska hann eins og hann elskar hana enda höfnun ekki til í
sönnum ástarsögum. Frá ljósi til ljóss skiptist í þrjá hluta en nöfnin á þeim:
„Að elska“, „Að leita“ og „Að finna“ ýta líka undir að lesendum finnist
hin hefðbundna ástarsöguformgerð einkenna söguna. Kaflaheitin kallast
nefnilega á við hina fyrrnefndu grunnfléttu ástarsögunnar og virkja fyrir
vikið ástar–skemað: strákur elskar stelpu, strákur týnir/leitar að stelpu/
strákur finnur/fær aftur stelpu.
vegna allra vísbendinganna um að Frá ljósi til ljóss sé ástarsaga er líklegt
að lesendur trúi óvitandi að þrá Lenna rætist. Þess vegna eiga þeir líka
auðveldara með að fyrirgefa Lenna að hann skuli segja skilið við einka-
dóttur sína – því allt er réttlætanlegt fyrir ástina. Auk þess má vera að nafn
Lenna hafi áhrif á lesendur. Í sögunni kemur það skýrt fram að Magdalena
hafi endurnefnt hann eftir nafna hans úr Mýs og menn eftir John Steinbeck
og því kann að vera að lesendur yfirfæri eiginleika þeirrar persónu á Lenna
og verði fyrir vikið móttækilegri fyrir hugmyndum hans og þrám sem orka
óraunhæfar.39
37 Sjá Gerard Steen, „‘Love stories’“, hér bls. 67. vert er að nefna að í greininni „Í
frumskógi greinanna. Kostir og vandamál greinafræðinnar“ segir Guðni Elísson
að flestar Hollywood kvikmyndir eigi það sameiginlegt að vera greinablendingar,
þ.e.a.s. í þeim gegnir rómantíska frásagnarfléttan einatt lykilhlutverki því henni
er gjarnan blandað saman við aðra gerð, t.d. glæpamyndir, vestra, hrollvekjur
eða epískar stórmyndir. Guðni byggir skrif sín á kenningu David Bordwell, Janet
Staiger og Kristin Thompson. Sjá Guðni Elísson, „Í frumskógi greinanna. Kostir
og vandamál greinafræðinnar“, Kvikmyndagreinar, ritstj. Guðni Elísson, Reykjavík:
Háskólaútgáfan, 2006, bls. 9–45, hér bls. 14–15.
38 Sjá John G. Cawelti, Adventure, Mystery, and Romance, Chicago og London: The
University of Chicago Press, 1976, hér bls. 5.
39 Sjá vigdís Grímsdóttir, Frá ljósi til ljóss, bls. 51. vert er að nefna að í fyrstu setn-
ingu bókarinnar kemur fram að Lenni „elskaði mjúk og loðin dýr“ en sama á við
„EINS OG ÆvINTÝRI“