Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 164
163
DAUðINN, RÉTTLÆTIð OG GUð HJÁ FORNGRIKKJUM
Í slíkum málum [siðferðilegum málum sem varða endurgjald skulda]
hljóta hegningu jafnt þeir sem Hades gista og þeir sem byggja vora
jörð. Þó sálir dauðra skorti líf, þá skynja þær og finna til sem vitund
alheims ódauðleg [orðrétt: þegar þær hafa blandast hinum ódauð-
lega æter].51
Í sama leikriti kemur annað viðhorf við sögu, sem þó er síðan efast um
(1421–22): „[Þeóklýmenos] Sá dauði er ekkert, einskis vert allt strit
við hann. [Helena:] Ég læt mér annt um lífs og liðinn, báða í senn.“
vitnisburður beggja leikskáldanna, Evripídesar og Aristófanesar, gefur til
kynna að almenningur hafi átt að þekkja hugmyndirnar, hvort heldur í
gegnum hefðbundnar sögur eða launhelgar.
Á síðari hluta fimmtu aldar voru menn efins um tilvist guða (hvað þá
réttlæti þeirra), þótt efinn væri tjáður varfærnislega og leynilega, og stund-
um með því að sleppa alfarið vísun til guða þegar hefði mátt búast við
slíku.52 Slíkt gerir Þúkydídes á sérlega augljósan hátt. Ef marka má lýsingu
hans á hegðun almennings þegar plágan gekk yfir – plágan sem hrjáði
Aþeninga í Pelopsskagastríðinu – skipti hugmyndin um handanvist ein-
faldlega engu máli (2.53.4):
Hræðsla við guði eða lög stöðvaði engan. Annars vegar töldu menn
engu skipta hvort þeir væru guðhræddir eða ekki, úr því allir dóu
hvort heldur var, og hins vegar bjuggust menn ekki við að þeir lifðu
það að verða dæmdir eða til að taka út refsingu þó að þeir fremdu
illvirki. Þeir töldu líka að dómur sá sem yfir þeim vofði og á þá hefði
fallið væri meira en nógu þungur og því væri eins gott að njóta lífs-
ins lítið eitt áður en refsingin skylli á.53
51 Líklega er hér um að ræða almenna tilvísun til samtímahugmynda heimspekinga og
náttúrufræðinga um mikilvægi ætersins. Hún gefur ekki til kynna trú á framhaldslíf
einstaklingsins; sjá W. Allan, Euripides: Helen, Cambridge: Cambridge University
Press, 2008, bls. 255–56.
52 Um guðleysi í Aþenu á þessum tíma, og einkanlega frægt brot úr harmleiknum
Sísyfos, sem annað hvort er eftir Evripídes eða Kritías, sjá C.H. Kahn, „Greek
Religion and Philosophy in the Sisyphus Fragment“, Phronesis 42, 1997, bls.
247–62; D.N. Sedley, „The Atheist Underground“, Politeia in Greek and Roman
Philosophy, ritstj. v. Harte and M. Lane, Cambridge: Cambridge University Press,
2013, bls. 329–48.
53 Þýðing Sigurjóns Björnssonar: Þúkýdídes, Saga Pelopseyjarstríðsins, Reykjavík: Sögu-
félagið, 2014, bls. 137–38.