Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 157

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 157
156 svavaR HRafn svavaRsson ódauðleg. Hún á þá hlutdeild í guðdómnum, og getur jafnvel orðið guð, ef hún er ekki þegar guð, eins og Empedókles þóttist vera, vafalaust undir áhrifum frá Pýþagórasi. Empedókles sagðist vera dæmon í útlegð vegna fornra afbrota. Útlegðin fælist í ýmiss konar endurholdgun sem alls kyns lífverur. Að lokum, vegna hreinsunar, næði hann réttmætum sessi sínum hjá öðrum sælum guðum.29 Að tilheyra hópi launhelgadýrkenda krafðist innvígslu, en fól ekki nauðsynlega í sér sérstakan lífsmáta. Þannig einkenndist lífsmáti þeirra sem voru innvígðir í launhelgarnar í Elevsis ekki af neinu sérstöku líferni, þótt orfeifskan hafi krafist ýmissa atriða, einkum sérstaks mataræðis sem átti að vera hreinsandi. Það eru ekki margar heimildir fyrir því sem kalla mætti siðfræði í launhelgunum, en þó mæla elstu pýþagóringar með sér- stakri hegðun, sem átti að vera fróm og hreinsandi.30 Þar sem mannfólkið þurfti að hreinsa sig til þess að geta náð einhvers konar guðdómi fyrir handan, eftir margar endurholdganir, þótti einkum nauðsyn á meinlætalífi og fylgispekt við misjafnlega siðferðileg boð og bönn.31 Hugmyndin um að ranglát breytni valdi refsingu í næstu vist er sjaldan viðruð, á meðan hugmyndin er algeng að illa fari fylgi maður ekki boðum 29 Nýleg túlkun á heimildunum um greinargerð Empedóklesar fyrir eigin guðdóm- leika er: O. Primavesi, „Empedocles: Physical and Mythical Divinity“, The Oxford Handbook of Presocratic Philosophy, P. Curd og D.W. Graham ritstj., Oxford: Ox- ford University Press, 2008, bls. 250–83. Hér er einnig fengist við hugmyndina um endurholdgun sem snaran þátt af náttúrufræði Empedóklesar. Um það efni hefur einnig fjallað P. Kingsley, Ancient Philosophy, Mystery, and Magic: Empedocles and Pythagorean Tradition, Oxford: Clarendon Press, 1995, sem segir fyrri þáttinn óaðskiljanlegan hinum síðari. 30 Um lífsmáta Pýþagóringa, sjá M.L. Gemelli Marciano, „The Pythagorean Way of Life and Pythagorean Ethics“, Pythagoreanism, Huffman ritstj., bls. 131–48. Um hin svokölluðu akousmata Pýþagóringa, boð og bönn sem áhangendur lærðu og tileinkuðu sér (en elstu heimildir um þau eru frá því um 400), sjá Burkert, Lore, bls. 166 o.áfr.; C.A. Huffman, „The “Pythagorean Precepts” of Aristoxenus: Crucial Evidence for Pythagorean Moral Philosophy“, Classical Quarterly 58, 2008, bls. 104–19, segir Aristóxenos varðveita pýþagóríska siðfræði 4. aldar, en akousmata eigi lítið skylt við siðfræði (bls. 106). L. Zhmud, „Sixth-, Fifth- and Fourth-Century Pythagoreans“, Pythagoreanism, ritstj. Huffman, bls. 88–11, heldur því fram að frá tíma Pýþagórasar sjálfs allt til loka fjórðu aldar hafi ekki verið trúarlegur þráður innan Pýþagórisma; jafnvel pýþagóróískir viðmælendur Sókratesar í Fædoni efist stórlega um ódauðleika sálarinnar. Zhmud heldur því fram (bls. 101) að einungis Alkmajon nokkur hafi meðal pýþagóringa haldið á lofti hugmynd um ódauðleika sálarinnar. 31 Eitt dæmi er bann við kynlífi eiginmanna utan hjónabands; sjá Burkert, Religion, bls. 302–304.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.