Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 49

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 49
48 Af þessu má álykta að séra Þórður hafi þótt vænlegt mannsefni en hvort Guðrúnu hafi hugnast þessi ráðahagur verður ekki vitað. Líklega hefur hún ekki fengið miklu ráðið þar um sjálf því á þessum tíma ríkti föð- urvald þegar kom að gjaforði dætra í efri lögum samfélagsins. Því til stuðn- ings má geta þess að eldri systir hennar, Þuríður, varð að lúta föðurvaldi þegar hún giftist Eiríki Kúld þótt hún hefði sjálf kosið sér annan mann og verið leynilega trúlofuð um hríð.36 Hér má líka minna á að þegar íslensk- ar konur hófu að birta eftir sig sagnaskáldskap, seint á nítjándu öld, var föðurvaldið þeim ofarlega í huga, sérstaklega það óréttlæti að mega ekki velja sér maka sjálfar.37 „Ömmur mínar giftust báðar nauðugar, Guðríður sárnauðug, Þuríður nauðug, og ekki hló brúðkaupsdagurinn við henni“, skrifar Málfríður Einarsdóttir í Samastaður í tilverunni38 og mörg dæmi um slíkar nauðungargiftingar er að finna í frásögnum frá nítjándu öld. Brúðkaup Guðrúnar og Þórðar var haldið í Flatey á Breiðafirði 6. maí árið 1850 og var mágur Guðrúnar, séra Eiríkur Kúld, annar svaramanna en hinn var Brynjólfur Benedictsen kaupmaður. Þetta sama ár hafði Guðrún verið „þjónustustúlka“ í Flatey, á heimili tengdaforeldra Þuríðar, Ólafs Sívertssen prófasts og Jóhönnu Friðriku konu hans.39 Guðrún er einnig skráð til heimilis í Flatey fimm árum áður, 1845, fjórtán ára gömul, en þá hjá systur sinni og mági.40 Í bréfi sem Sveinbjörn 36 Jón Helgason, „Hamingjulaust líf Þuríðar Kúld á menningarsetrinu í Flatey“, Tíminn, 10. –11. sept. 1988 (helgarblað), bls. 1–4, hér bls. 1. Sjá einnig Þórbergur Þórðarson, Ævisaga Árna prófasts Þórarinssonar II, Reykjavík: Mál og menning, 1977, bls. 257–260. Jón Helgason byggir frásögn sína að öllum líkindum á frásögn séra Árna í bók Þórbergs. 37 Sjá Soffía Auður Birgisdóttir, „Skyldan og sköpunarþráin“, sérstaklega er fjallað um gagnrýni á vald föður til að velja dætrum sínum maka í smásögum Torfhildar Hólm á bls. 919–920. Nefna má sögur eftir fleiri íslenska kvenhöfunda þar sem nauðungarhjónaböndum er lýst, t.a.m. eftir Elínborgu Lárusdóttur en ömmur hennar giftust báðar nauðugar. Sjá Birna Kristín Lárusdóttir, „„Hvað skyldi mér fénast í dag.“ Um Förumenn Elínborgar Lárusdóttur“, MA-ritgerð í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands, 2011, aðgengileg á vefnum Skemman: http:// hdl.handle.net/1946/8339. 38 Málfríður Einarsdóttir, Samastaður í tilverunni, Reykjavík: Ljóðhús, 1977, bls. 13. 39 Hún er skráð sem „jfr. Guðrún S. Egilsen, þjónustustúlka“. Sjá Þjóðskjalasafn Ís- lands (ÞÍ), manntal fyrir Flatey á Breiðafirði 1850. Á vef Þjóðskjalasafnsins, mann- tal.is, má skoða þau manntöl sem búið er að skrá rafrænt, m.a. frá árunum 1835, 1840, 1845, 1850, 1855, 1860, 1870, 1880, 1890, 1901 og 1910, svo nefnd séu þau sem varða líftíma Guðrúnar. 40 Hún er skráð sem „Guðrún Egilson, systir húsmóðurinnar“. Sjá ÞÍ, manntal fyrir Flatey á Breiðafirði 1845. soffía auðuR BiRGisdóttiR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.