Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 193
192
um sínum sem ekki er ómögulegt að finna. Ef til vill getum við útvíkkað
hefðarveldið (og við verðum að gera það) með því að taka með í reikning-
inn verk þar sem lesbísk tilvera er ekki augljós miðpunktur athyglinnar
heldur kóðuð inn í verkið á ýmsan hátt.
Augljósasta vísbendingin um slíkan dulbúning er kynhneigð höfund-
arins sjálfs. Upplýsingar um slíkt verða æ aðgengilegri, jafnvel í tilviki
höfunda af fyrri kynslóðum, eftir því sem aðgengi að skjölum eykst og
fræðimenn losna undan höftum hinnar félagslega skilyrtu fámælgi sem
áður olli ritskoðun á kynferðislegum staðreyndum. Í Lesbian Images bendir
Jane Rule réttilega á að nauðsynlegt sé að aðskilja líf höfundar, sem kann
að vera lesbískt, og verk hennar, sem þurfa ekki að vera það.35 En það er
ekki svo erfitt verkefni.
Til dæmis hefur Sharon O’Brien skoðað hluta af skjölum Willu Cather,
sem voru innsigluð þar til nýlega og staðfesta að Cather var lesbía.36
(Marga bókmenntafræðinga hafði áður grunað það út frá þekktum stað-
reyndum um lífshlaup hennar.) Ef Cather hefði einungis skrifað skáldsög-
ur eins og Death Comes for the Archbishop hefði aðvörun Rule augljóslega
átt við. En hún skrifaði einnig skáldsögur þar sem nær ómögulegt er fyrir
athugulan lesanda að líta framhjá táknrænu tungutaki hennar. Til dæmis
er sögumaðurinn í My Ántonia, sem er „karlkyns“, augljóslega sjálfsævi-
söguleg persóna í dulbúningi. „Hann“ elskar konur, rétt eins og Cather,
en yfirleitt kemur eitthvað í veg fyrir að hann geti nálgast þær á erótískan
hátt (líkt og hún hefur eflaust upplifað í tengslum við gagnkynhneigðar
konur). „Hann“ á heldur ekki „karlmannleg“ félagsleg samskipti við aðra
karlmenn. Kannski er hann svona ósannfærandi karlmaður vegna þess að
hann er byggður á konu. Frásögnin grefur stöðugt undan karlmennsku
og jafnvel gagnkynhneigð. Bókin sýnir ekki eitt einasta farsælt gagnkynja
samband en tvær kvenpersónanna, Lina og Tiny, festa ráð sitt í rómantísku
vináttusambandi undir lokin.
Kannski getum við líka útvíkkað hefðarveldi okkar með því að líta á þau
verk sem skrifuð voru fyrir tíma evrópsku kynfræðinganna, þar sem róm-
antísk vinátta er efniviðurinn, sem eina af þeim fáu leiðum sem „forlesbísk-
um“ höfundum stóðu til boða til að sýna ást milli kvenna. Til dæmis mætti
veita sautjándualdar ljóðum Katherine Philips um rómantíska vináttu sess
í hinu lesbíska hefðarveldi. Philips fjallar aldrei beinlínis um lesbíska kyn-
35 Jane Rule, Lesbian Images, New York: Doubleday, 1975.
36 Sharon O’Brien, Willa Cather: The Emerging Voice, New York: Oxford UP, 1987.
lillian fadERMan