Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 105
104
Ú T D R Á T T U R
Kyn(ngi)máttur skáldskaparins
Hinsegin gjörningar í Man eg þig löngum eftir Elías Mar
Í íslenskri bókmenntaumræðu hefur yfirleitt lítið farið fyrir skáldsögunni Man eg þig
löngum (1949) eftir Elías Mar en á allra síðustu árum hefur þó verið vakin athygli á
því að staða hennar í íslenskri bókmenntasögu er nokkuð sérstök, þar sem hún er eitt
af elstu skáldverkunum sem fjalla nokkuð augljóslega um persónur sem hneigjast að
sama kyni. Í þessari grein eru samkynja langanir þriggja sögupersóna bókarinnar,
Halldórs, Bóasar og Ómars, ræddar út frá því sem Eve Kosofsky Sedgwick nefnir
hinsegin gjörningshátt: merkingarbærum gjörðum sem eru á skjön við gagnkyn-
hneigð norm og nátengdar tilfinningunni skömm. við slíkan lestur kemur meðal
annars í ljós að í skáldsögu Elíasar tengjast hinsegin kynverund og skáldskapur nán-
um böndum. Með gjörningum á borð við lestur og skapandi skrif fá sumar pers-
ónurnar útrás fyrir samkynja langanir sínar og tilfinningar, öðlast skilning á þeim
og eygja jafnvel von um líf án skammar og fordæmingar. Aðrar persónur leita ekki í
skáldskap en eru þjakaðar af skömm og óhamingju. Í söguheimi Man eg þig löngum
býr skáldskapurinn þannig yfir margvíslegum hinsegin möguleikum.
Lykilorð: hinsegin gjörningsháttur, skömm, samkynja langanir, Elías Mar, Man eg
þig löngum
A B S T R A C T
The potency of fiction
Queer performances in Man eg þig löngum by Elías Mar
One of the first Icelandic novels to deal relatively openly with queer sexuality and
same-sex desire is Elías Mar’s Man eg þig löngum (1949). This article, which is the
first scholarly analysis of the novel and its queer theme, focuses on the three main
characters, Halldór, Bóas and Ómar, their same-sex desires and what Eve Kosofsky
Sedgwick has described as queer performativity: acts that produce meaning and
being, challenge heterosexual norms and stand in close relation to the affect shame.
Such a reading reveals an intimate relationship between queer sexuality and fiction
in Elías Mar’s novel. Through performances such as reading and writing some of
the characters are able to express and understand their same-sex desires and feel-
ings, and even imagine a world without shame and prejudice. Other characters do
not seek refuge or comfort in fiction, but are heavily affected by shame and depres-
sion. In Man eg þig löngum fiction thus opens up a world of queer possibilities.
Keywords: queer performativity, shame, same-sex desire, Elías Mar, Man eg þig
löngum