Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 9

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 9
8 nokkrir útvaldir) hópar rúmist þar undir, er engu að síður ótvíræð og felur í sér viðurkenningu á því að samfélagsleg kynja- og kynverundarnorm eru ekki bara kúgandi fyrir samkynhneigða heldur alla þá hópa sem eru á skjön við þau – og að þessir hópar eigi samleið. Slík nálgun er alls ekki óumdeild og um hana stóðu til dæmis deilur sem náðu hápunkti í kring- um aðalfund Samtakanna ’78 árið 2016. Helsta ágreiningsefnið var hvort félagið BDSM á Íslandi ætti að fá hagsmunaaðild að Samtökunum ’78 en í því fólst um leið ágreiningur um fyrir hvað samtökin stæðu, hvert hlut- verk þeirra væri og hvað hugtakið hinsegin merkti, það er hvort fólk sem teldi BDSM-hneigð hluta af sinni kynferðislegu sjálfsmynd og tilveru væri hinsegin eða ekki og hvort þau ættu samleið með öðrum hópum, til dæmis hommum og lesbíum.15 Gagnvirk tengsl milli háskólasamfélagsins og hinsegin samfélagsins eru mikilvægur þáttur í sögu hinsegin fræða og við undirbúning þessa heft- is var hugað sérstaklega að þeim samskiptum, meðal annars í tengslum við þær erlendu greinar sem hér birtast í íslenskri þýðingu Maríu Helgu Guðmundsdóttur, sem auk þess að starfa sem þýðandi er formaður Samtakanna ’78. Að eiga nothæfan og lýsandi orðaforða á íslensku er grundvallaratriði fyrir hinsegin fræðastarf en ekki síður fyrir hinsegin ein- staklinga og hópa og snar þáttur í bæði háskóla- og félagsstarfi er að móta og prófa sig áfram með þýðingar á erlendum hugtökum. Réttindabarátta hinsegin fólks er óhjákvæmilega barátta fyrir rými innan tungumáls- ins, gegn þöggun og ósýnileika og um leið fyrir því að fá að velja hvaða orð eru notuð til að lýsa eigin tilveru, eins og glíma Samtakanna ’78 við bann útvarpsstjóra á notkun orðanna hommi og lesbía í auglýsingatíma Ríkisútvarpsins á fyrri hluta níunda áratugarins sýndi.16 Sú barátta er enn í gangi og hinn sívaxandi fjölbreytileiki undir hinsegin regnhlífinni gerir ekki aðeins kröfu um að fleiri hugtök séu notuð yfir hinsegin veruleika 15 Um hagsmunaaðild BDSM á Íslandi var fyrst kosið á aðalfundi Samtakanna ’78 í mars 2016 en sá fundur var dæmdur ógildur og annar aðalfundur fór fram 11. september. Þar var aðildin samþykkt. Sjá „Ný stjórn kjörin“, Samtökin ’78, 12. september 2016, sótt 7. september 2017 af https://www.samtokin78.is/frettir/ nyjar-frettir/6024-ny-stjorn-kjorin. Á milli þessara funda var margt skrifað og rætt um umsóknina og hlutverk og starfsemi Samtakanna ’78 sem ekki gefst rými til að rekja hér en auðvelt er að finna með leit á netinu. 16 Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, „Þrjátíu ára stríðið“, 30: Afmælisrit Samtakanna ’78, Reykjavík: Samtökin ’78, 2008, bls. 22–44, hér bls. 28. Sjá einnig: Þóra Björk Hjart- ardóttir, „Baráttan um orðin: Orðanotkun tengd samkynhneigð“, Íslenskt mál 26, 2004, bls. 83–122. ÁSTA KRISTÍN BENEDIKTSDÓTTIR OG RANNvEIG SvERRISDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.