Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Qupperneq 9
8
nokkrir útvaldir) hópar rúmist þar undir, er engu að síður ótvíræð og felur
í sér viðurkenningu á því að samfélagsleg kynja- og kynverundarnorm
eru ekki bara kúgandi fyrir samkynhneigða heldur alla þá hópa sem eru
á skjön við þau – og að þessir hópar eigi samleið. Slík nálgun er alls ekki
óumdeild og um hana stóðu til dæmis deilur sem náðu hápunkti í kring-
um aðalfund Samtakanna ’78 árið 2016. Helsta ágreiningsefnið var hvort
félagið BDSM á Íslandi ætti að fá hagsmunaaðild að Samtökunum ’78 en
í því fólst um leið ágreiningur um fyrir hvað samtökin stæðu, hvert hlut-
verk þeirra væri og hvað hugtakið hinsegin merkti, það er hvort fólk sem
teldi BDSM-hneigð hluta af sinni kynferðislegu sjálfsmynd og tilveru væri
hinsegin eða ekki og hvort þau ættu samleið með öðrum hópum, til dæmis
hommum og lesbíum.15
Gagnvirk tengsl milli háskólasamfélagsins og hinsegin samfélagsins eru
mikilvægur þáttur í sögu hinsegin fræða og við undirbúning þessa heft-
is var hugað sérstaklega að þeim samskiptum, meðal annars í tengslum
við þær erlendu greinar sem hér birtast í íslenskri þýðingu Maríu Helgu
Guðmundsdóttur, sem auk þess að starfa sem þýðandi er formaður
Samtakanna ’78. Að eiga nothæfan og lýsandi orðaforða á íslensku er
grundvallaratriði fyrir hinsegin fræðastarf en ekki síður fyrir hinsegin ein-
staklinga og hópa og snar þáttur í bæði háskóla- og félagsstarfi er að móta
og prófa sig áfram með þýðingar á erlendum hugtökum. Réttindabarátta
hinsegin fólks er óhjákvæmilega barátta fyrir rými innan tungumáls-
ins, gegn þöggun og ósýnileika og um leið fyrir því að fá að velja hvaða
orð eru notuð til að lýsa eigin tilveru, eins og glíma Samtakanna ’78 við
bann útvarpsstjóra á notkun orðanna hommi og lesbía í auglýsingatíma
Ríkisútvarpsins á fyrri hluta níunda áratugarins sýndi.16 Sú barátta er enn
í gangi og hinn sívaxandi fjölbreytileiki undir hinsegin regnhlífinni gerir
ekki aðeins kröfu um að fleiri hugtök séu notuð yfir hinsegin veruleika
15 Um hagsmunaaðild BDSM á Íslandi var fyrst kosið á aðalfundi Samtakanna ’78
í mars 2016 en sá fundur var dæmdur ógildur og annar aðalfundur fór fram 11.
september. Þar var aðildin samþykkt. Sjá „Ný stjórn kjörin“, Samtökin ’78, 12.
september 2016, sótt 7. september 2017 af https://www.samtokin78.is/frettir/
nyjar-frettir/6024-ny-stjorn-kjorin. Á milli þessara funda var margt skrifað og rætt
um umsóknina og hlutverk og starfsemi Samtakanna ’78 sem ekki gefst rými til að
rekja hér en auðvelt er að finna með leit á netinu.
16 Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, „Þrjátíu ára stríðið“, 30: Afmælisrit Samtakanna ’78,
Reykjavík: Samtökin ’78, 2008, bls. 22–44, hér bls. 28. Sjá einnig: Þóra Björk Hjart-
ardóttir, „Baráttan um orðin: Orðanotkun tengd samkynhneigð“, Íslenskt mál 26,
2004, bls. 83–122.
ÁSTA KRISTÍN BENEDIKTSDÓTTIR OG RANNvEIG SvERRISDÓTTIR