Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 151

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 151
150 svavaR HRafn svavaRsson hefur svarið meinsæri“ (3.278–79).8 Hér má sjá vísi að hugmyndinni um handanrefsingu sem endurgjald. Hetjur fá einnig verðlaun, en þó ekki fyrir réttlæti sitt, heldur fyrir tengsl sín við guðdóminn. Þannig kemst Menelás til Ódáinsvalla, en ekki vegna réttlætis síns, heldur vegna konu sinnar Helenu (Ód. 4.563–69).9 Ódáinsvellir eru ekki andstæða Hadesarheims, staður verðlauna fyrir réttlæti, öndverður stað refsingar fyrir illgjörðir. Með öðrum orðum eru Ódáinsvellir og Hadesarheimur ekki himnaríki og helvíti. Ef til er helvíti hjá Hómer er það Tartaros, þar sem títanarn- ir dvelja.10 Guðdómlegu réttlæti – einkum varðandi fórnir, eiða, gestrisni og bænir – var ætlað að ná fram að ganga í þessu lífi en ekki handanlífi. Samt sem áður gefur óneitanlega að líta vísi að hugmyndinni um framhald sjálfsins og möguleikanum á því að einstakar sálir séu vegnar og metnar af réttlæti að lífinu loknu og einkum refsað fyrir gríðarleg afbrot, jafnvel þótt meginviðhorfið sé hlutlaust. Eitt meginviðfangsefni Hesíodosar í verki og dögum er réttlæti Seifs á meðal manna. Eins og hjá Hómer, og jafnvel enn frekar, refsar guð- inn ofdramb. En verðlaun og refsing á meðal manna tilheyra þessu lífi, ekki því næsta. Ekki er minnst á handandóm yfir venjulegu fólki. Þó má finna í lýsingum skáldsins á kynslóðum mannanna vísbendingar. Fyrsta kynslóðin, gyllt kynslóð sælla vera, dó sársaukalausum dauða og varð að göfugum öndum (daímones) sem gættu jarðarinnar (122–26). Annarri kyn- slóðinni, guðlaus flón, var ekki refsað fyrir handan, heldur varð hún einnig að öndum, hræðilegum öndum undirheima (127–42). Munurinn á hand- anvist þessara tveggja kynslóða gefur til kynna að lífernið skipti máli fyrir 8 Þessi eiður er fast orðalag; sjá Burkert, Religion, bls. 198; M.S. Mirto, Death in the Greek World: From Homer to the Classical Age, Norman: University of Oklahoma Press, 2012, bls. 12–13. 9 Sjá A.T. Edwards, „Achilles in the Underworld: Iliad, Odyssey, and the Aethipois“, Greek, Roman, and Byzantine Studies 26, 1985, bls. 215–27, hér bls. 218. Herakles verður guð í Ód. 11.601–3, en í Il. 18.117–19 er hann einfaldlega dauður. Um mik- ilvægi Heraklesarsagna fyrir hugmyndina um sælu í næsta lífi, sjá Burkert, Religion, bls. 208–11. 10 Þar sem þessar hugmyndir um verðlaun og refsingu fyrir handan ganga í berhögg við ráðandi viðhorf Hómerskviða hefur verið lagt til að tilvísanir til þeirra séu inn- skot síðari tíma, einkum Ódysseifskviða 11.565–627, undir orfeifskum áhrifum. Þó virðist óskynsamlegt að krefjast fyllsta samræmis í hugmyndum um handanlífið. Sjá t.d. E.R. Dodds, The Greeks and the Irrational, Berkeley: University of California Press, 1966, bls. 137; H. Lloyd Jones, The Justice of Zeus, Berkeley: University of California Press, 1971, bls. 87; Dover, Morality, bls. 263, nmgr. 26; Sourvinou- Inwood, Death, bls. 298–300; I. Morris, „Attitudes Toward Death in Archaic Greece“, Classical Antiquity 8, 1989, bls. 296–320, hér bls. 310.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.