Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 136

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 136
135 Hvíta lygin hans Lenna verður skiljanlegri í lok bókar þegar hann varp- ar hulunni af leyndarmálinu og í sömu mund raunverulegri ástæðu þess að hann fór frá Rósu á sínum tíma. Hann hafði lofað Magdalenu á dán- arbeði hennar að leyfa Rósu að eyða jafnlöngum tíma með Róberti einum og þau Rósa höfðu átt saman. við uppljóstrunina veit Lenni ekki að Rósa og Róbert eiga barn saman en því hefði hann getað afstýrt ef hann hefði upplýst leyndarmálið áður en hann fór. Lenni kallar leyndarmálið „dálitla sögu“ (184) og „dálítið fallegt ævintýri“ (184). Orð hans leiða hugann að spurningunni hvort um sannleika sé að ræða eða hvort þetta sé saga sem Lenni er að spinna, tilraun til að skýra á rökréttan hátt hvers vegna hann yfirgaf Rósu 10 ára gamla. Ef leyndarmálið er satt hljóta lesendur að velta fyrir sér hvers vegna Lenni sagði Róbert ekki frá því áður en hann fór og jafnvel hvers vegna hann dvaldi ekki á Íslandi og tókst á við vandamálið í samvinnu við Róbert og Rósu. En einnig má velta fyrir sér hvort leynd- armálið hafi verið meginástæða þess að Lenni fór en af öðrum ástæðum en hann gefur Rósu upp. Þriðja ástæðan gæti nefnilega verið sú að Lenni fari vegna þess að hann hræðist það sem gæti mögulega gerst ef hann héldi áfram að umgangast Rósu. Ýmsar vísbendingar eru gefnar um að hann elski hana á annan hátt en faðir á að elska dóttur en slíka ást ræða menn sjaldnast opinskátt og því hefur Lenni séð þann kost vænstan að yfirgefa Rósu og koma þannig í veg fyrir óæskilega hegðun af sinni hálfu. Í sögunni segir að Rósa lík- ist „mömmu sinni svo mjög í einu og öllu að hann [þ.e.a.s. Lenni] þurfti stundum að líta tárfellandi undan. Já, svo líkar voru þær mæðgurnar að það var nánast ekkert í fari Rósu sem minnti á hann sjálfan“ (33–34). Lýsingin er vísbending um að Rósa er ekki líffræðileg dóttir Lenna og staðfesting á hversu mikið hún minnir hann á Magdalenu og hversu mjög hann saknar hennar. Líkindin með mæðgunum ýta undir að Lenni finni til sömu til- finninga í garð Rósu og hann fann til Magdalenu. Í kaflanum „Erfitt að segja satt“ segir Lenni Rósu frá fyrirhugaðri brottför sinni. Kaflaheitið er vísbending um að Lenni muni ekki vera hreinskilinn. Lýsing á líkams- ástandi hans í kaflanum bendir til þess að honum líði illa en þar segir: Hann hafði sjaldan verið jafnþungstígur, hafði líka andað ótt og títt, kyngt oft einsog munnurinn á honum væri yfirfull ur af munnvatni en loks hrutu orðin af vörum hans: – Ég verð að fara í ferðalag. Ég verð að fara í burtu. (28–29) „EINS OG ÆvINTÝRI“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.