Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 53
52
er Guðrún Sveinbjarnardóttir skráð í húsvitjunarbók Selárdals til heim-
ilis á prestssetrinu hjá séra Einari Gíslasyni.55 Á prestssetrinu bjuggu á
þessum tíma, auk séra Einars (sem var ekkjumaður), dóttir hans Þórunn
og tengdasonur Gísli Árnason og ellefu börn þeirra á aldrinum 2ja til
22ja ára, fjórar vinnukonur og fjórir vinnumenn. Elsta barn Þórunnar og
Gísla var Ragnhildur, sem kemur mikið við sögu Guðrúnar. Geta má sér
til um að Guðrún hafi verið fengin á heimilið til að sinna uppfræðslu yngri
barnanna, sem og handavinnu. Árið 1864 er Guðrún enn skráð hjá sömu
fjölskyldu en nú í Neðribæ, og í húsvitjunarbókinni stendur: „Frú Þórðar á
Brjánslæk“.56 Séra Einar fellur frá í janúar 1866 og í júní 1867 deyr tengda-
sonur hans, Gísli, 48 ára gamall og hafði þeim Þórunni þá fæðst eitt barn
í viðbót. Ekkjan heldur þó áfram að búa í Neðribæ og Guðrún er á heim-
ilinu þar til að hún flytur árið 1869, ásamt elstu dótturinni, Ragnhildi, að
Þingvöllum í Helgafellssókn, en þá voru Þuríður og Eiríkur Kúld búsett
þar.57 Í húsvitjunarbók Selárdals frá árinu 1867 er gerð sú athugasemd við
nafn Guðrúnar að hún sé „fráskilin presti“ og árið 1869 er hún skráð sem
„húskona“ í Neðribæ og í athugasemd segir: „kona séra Þórðar á Læk og
ferðbúin til Stykkishólms í sumar.“58 Ragnhildur er hins vegar skráð, á
eftir Guðrúnu, sem „þjónustustúlka“, þótt hún búi enn á heimili móður
sinnar.
Ragnhildur Gísladóttir var fædd 24. maí 1841 og því tíu árum yngri en
Guðrún sem er 38 ára þegar þarna er komið sögu, sumarið 1869, og þær
flytja saman að Þingvöllum í Helgafellssveit. Ári síðar flytja Kúldshjónin
í Stykkishólm en Guðrún og Ragnhildur búa áfram á Þingvöllum. Þar
eru þær til ársins 1874 en þá fara þær yfir í Stykkishólm og setjast að í
torfbæ sem Guðrún hafði sjálf látið reisa og kallaður var Guðrúnarbær
eða Maddömu Guðrúnarbær upp frá því. Þetta ár eru þær einu íbúar húss-
ins. Ári síðar hefur Guðrún hins vegar tekið inn leigendur og þá búa þar,
auk þeirra Ragnhildar, níu manns á aldrinum 15–59 ára. Næsta ár, 1876,
hefur Guðrún hins vegar leigt öðru fólki Guðrúnarbæ en þær Ragnhildur
55 ÞÍ, Kirknasafn. Selárdalur í Arnarfirði BC/2. Sóknarmannatal 1829–1872.
56 Sama heimild. Séra Þórður var þá fluttur frá Otradal yfir á Brjánslæk.
57 ÞÍ, manntal Selárdalssóknar 1870, Þórunn Einarsdóttir er skráð í manntalinu sem
búandi í Hringsdal í Selársdalssókn. Þar býr hún, 53 ára gömul, með níu af börnum
sínum, tvo vinnumenn og tvær vinnukonur, auk þess sem eitt barn er skráð hjá
henni sem sveitarómagi.
58 ÞÍ, Kirknasafn. Selárdalur í Arnarfirði BC/2. Sóknarmannatal 1829–1872.
soffía auðuR BiRGisdóttiR