Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 24

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 24
23 urinn velji yfirleitt stöðu gagnkynhneigðar orsakast því af ótta hans við geldingu, ekki þó af hendi föðurins heldur þá geldingu sem felst í því að vera kvengerður í samfélagi gagnkynhneigðs forræðis. Í kjölfarið getur drengurinn tekið sér nýtt kvenkyns ástarviðfang eftir að hafa verið neitað um móðurina (og þar með „syrgt“ viðfangið á heilbrigðan hátt), þar sem gagnkynhneigðum karlmanni er aðeins neitað um viðfangið í barnæsku, þ.e. móðurina, en ekki tegund löngunarinnar. Butler bendir hins vegar á að þegar okkur er neitað um samkynja þrá er okkur neitað um bæði við- fang og tegund löngunar, með þeim afleiðingum að við samsömum okkur viðfangi þrár okkar þegar um einstakling af sama kyni er að ræða.26 Hér má sjá dæmi um það hvernig Butler „lagfærir“ eða endurskoðar kenningar Freuds með því að taka hinsegin sjónarmið með í reikninginn. Sú hugmynd að sjálfið samanstandi af ástarviðföngum sem sjálfsver- unni hefur reynst ógerningur að sleppa hefur óneitanlega sinn sjarma, en auk þess má segja að þarna birtist hinsegin sjónarhorn á sjálfsveruna, þar sem leiða má líkur að því að þau viðföng sem móta sjálfið séu af ólíkum kynjum.27 Að sama skapi má segja að erfiðleikarnir sem Freud lendir í þegar hann reynir að festa niður formgerð sem skýrir mótunarferli kynvit- undar og kynverundar einstaklings, hvort sem það er í skrifum hans um kynverundina eða sjálfið, dragi ekki síst fram ómöguleika þess að ákvarða hvernig, nákvæmlega, manneskja verður eins og hún er; ómöguleika þess að setja saman kenningaramma sem nær fullkomlega utan um kynverund og kynvitund sjálfsverunnar. Þess konar óákvarðanleiki ætti einmitt að falla vel að hinsegin hugsun, sem streitist gjarnan á móti niðurnjörvuðum kerfum.28 Butler fellur að sumu leyti í sömu gryfju og Freud í Kynusla, þar sem hún reynir að gera grein fyrir mótun kynverundar sjálfsverunnar á snyrti- legan hátt og byggir líkt og Freud á kerfi sem sækir bæði í Ödipusarmýtuna samsömunar við viðfangið, en gagnkynhneigð ef annað viðfang er fundið til að leysa föðurinn af hólmi. 26 Sama rit, bls. 79–80. 27 Það kemur ef til vill ekki á óvart að melankólía hefur verið notuð víðar í hinsegin fræðum sem fjalla um samsömun og mótun hinsegin sjálfs, meðal annars í verki José Esteban Muñoz, Disidentifications (1999) og Feeling Backward: Loss and the Politics of Queer History (2007) eftir Heather Love. 28 vart verður heldur hjá þeirri hugsun komist að sérhver tilraun til þess að skýra með nákvæmum hætti þróun kynvitundar og kynverundar barns bendi til þess að þar búi að baki löngun til þess að geta stjórnað þessum þáttum í lífi barnsins eða í það minnsta haft áhrif á þá. AF USLA OG ÁREKSTRUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.