Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Page 24
23
urinn velji yfirleitt stöðu gagnkynhneigðar orsakast því af ótta hans við
geldingu, ekki þó af hendi föðurins heldur þá geldingu sem felst í því að
vera kvengerður í samfélagi gagnkynhneigðs forræðis. Í kjölfarið getur
drengurinn tekið sér nýtt kvenkyns ástarviðfang eftir að hafa verið neitað
um móðurina (og þar með „syrgt“ viðfangið á heilbrigðan hátt), þar sem
gagnkynhneigðum karlmanni er aðeins neitað um viðfangið í barnæsku,
þ.e. móðurina, en ekki tegund löngunarinnar. Butler bendir hins vegar á
að þegar okkur er neitað um samkynja þrá er okkur neitað um bæði við-
fang og tegund löngunar, með þeim afleiðingum að við samsömum okkur
viðfangi þrár okkar þegar um einstakling af sama kyni er að ræða.26 Hér
má sjá dæmi um það hvernig Butler „lagfærir“ eða endurskoðar kenningar
Freuds með því að taka hinsegin sjónarmið með í reikninginn.
Sú hugmynd að sjálfið samanstandi af ástarviðföngum sem sjálfsver-
unni hefur reynst ógerningur að sleppa hefur óneitanlega sinn sjarma, en
auk þess má segja að þarna birtist hinsegin sjónarhorn á sjálfsveruna, þar
sem leiða má líkur að því að þau viðföng sem móta sjálfið séu af ólíkum
kynjum.27 Að sama skapi má segja að erfiðleikarnir sem Freud lendir í
þegar hann reynir að festa niður formgerð sem skýrir mótunarferli kynvit-
undar og kynverundar einstaklings, hvort sem það er í skrifum hans um
kynverundina eða sjálfið, dragi ekki síst fram ómöguleika þess að ákvarða
hvernig, nákvæmlega, manneskja verður eins og hún er; ómöguleika þess
að setja saman kenningaramma sem nær fullkomlega utan um kynverund
og kynvitund sjálfsverunnar. Þess konar óákvarðanleiki ætti einmitt að
falla vel að hinsegin hugsun, sem streitist gjarnan á móti niðurnjörvuðum
kerfum.28
Butler fellur að sumu leyti í sömu gryfju og Freud í Kynusla, þar sem
hún reynir að gera grein fyrir mótun kynverundar sjálfsverunnar á snyrti-
legan hátt og byggir líkt og Freud á kerfi sem sækir bæði í Ödipusarmýtuna
samsömunar við viðfangið, en gagnkynhneigð ef annað viðfang er fundið til að
leysa föðurinn af hólmi.
26 Sama rit, bls. 79–80.
27 Það kemur ef til vill ekki á óvart að melankólía hefur verið notuð víðar í hinsegin
fræðum sem fjalla um samsömun og mótun hinsegin sjálfs, meðal annars í verki José
Esteban Muñoz, Disidentifications (1999) og Feeling Backward: Loss and the Politics of
Queer History (2007) eftir Heather Love.
28 vart verður heldur hjá þeirri hugsun komist að sérhver tilraun til þess að skýra með
nákvæmum hætti þróun kynvitundar og kynverundar barns bendi til þess að þar
búi að baki löngun til þess að geta stjórnað þessum þáttum í lífi barnsins eða í það
minnsta haft áhrif á þá.
AF USLA OG ÁREKSTRUM