Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 82

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 82
81 Allar fyrirætlanir Halldórs, hvort sem það er að skrifa móður sinni bréf, læra heima eða fá sér launaða vinnu um sumarið, verða í raun að engu, sem veldur því að yfir frásögninni allri hvílir ákveðinn þungi; lesandinn lifir sífellt í voninni um að eitthvað gerist og Halldór losni við kvíðann og framtaksleysið en svo fer ekki. Í sögulok er hann verr á sig kominn en nokkru sinni fyrr, peningalaus, húsnæðislaus og vinalaus, því Bóas er dáinn og Ómar farinn úr bænum, og á síðustu blaðsíðunni er skilið við hann utan við Reykjavík þar sem hann ráfar einn út í óvissuna. Síðast en ekki síst hefur þá komið nokkuð greinilega í ljós að hann hneigist til karla en hefur ekki kjark, vilja eða getu til að horfast í augu við þær kenndir og við- urkenna þær fyrir sjálfum sér og lesendum. Samkynja langanir Halldórs eru nógu óljóst orðaðar í Man eg þig löngum til að samtímamenn Elíasar gátu litið framhjá þeim, meðvitað eða ómeðvitað, og í þeim þremur ritdómum sem birtust um skáldsöguna árið 1949 er hvergi rætt beinum orðum um mögulega samkynhneigð Halldórs. Gagnrýnendum verður tíðrætt um tíðindaleysi sögunnar og galla á máli og stíl en Kristmann Guðmundsson og Guðmundur G. Hagalín nefna einnig að á frásögninni sé afar sérstæður og persónulegur blær.7 Bjarni Benediktsson frá Hofteigi virðist hins vegar átta sig á um hvað málið snýst. Hann nefnir að hrakningar og ófarir Halldórs eigi sér rætur í bernsku hans og segir að mörgum atriðum í ófarasögunni sjálfri [sé] lýst af skáldlegum næm- leik og innsýn, einkum eftir að komið er svo aftarlega í söguna að skýringin gæti verið fyrir framan (!), persónan Halldór Óskar Magnússon er í sjálfri sér einkar trúleg persóna.8 Áherslan sem Bjarni gefur til kynna með upphrópunarmerki og leturbreyt- ingu á orðinu gæti vekja athygli og benda til að hann hafi viljað koma ein- hverju á framfæri sem hann treysti sér ekki til að segja beinum orðum. Fyrsta afdráttarlausa opinbera umræðan um samkynja langanir í Man eg þig löngum birtist eins og áður segir í skrifum Hjálmars Sveinssonar og viðtölum hans við Elías Mar árin 2006 og 2007. Fram að þeim tíma hafði smásaga Elíasar, Saman lagt spott og speki (1960), gjarnan verið nefnd þegar 7 Sjá Kristmann Guðmundsson, „Bókmentir“, bls. 9; og Guðmundur Gíslason Hagalín, „Daufur svipur, en þó sérstæður“, Alþýðublaðið 13. júlí 1949, bls. 5 og 7. 8 Bjarni Benediktsson, „Bók og byggð“, Þjóðviljinn 12. apríl 1949, bls. 3. Leturbreyt- ing í frumtexta. KYN(NGI)MÁTTUR SKÁLDSKAPARINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.