Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 95

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 95
94 þeirra er náið en ekki erótískt eða kynferðislegt en ýmislegt bendir samt til þess að Bóas laðist líka að sama kyni og að hann reyni ítrekað að hjálpa Halldóri að skilja eigin langanir með því að fá hann til að lesa og skilja fyrrgreinda skáldtexta. Úranía er „alþýðleg stjörnufræði í skáldsögubúningi“, eins og þýðand- inn Björn Bjarnason frá viðfirði kemst að orði í formála að íslensku þýð- ingunni sem kom út árið 1898.37 Þar segir frá tveimur stjörnufræðingum, sögumanninum og vini hans, Georg Speró, sem báðir eru hugfangnir af hugmyndum um tengsl sálarlífs, heimspeki og stjörnufræði og mögu- leikanum á framhaldslífi annars staðar í alheiminum eftir dauðann. Báðir ferðast til annarra sólkerfa og pláneta, ýmist í draumi, með aðstoð miðla eða eftir dauðann, og uppgötva að í samanburði við önnur samfélög eru Jarðarbúar vanþróaðir andlega og um of bundnir efnislegum þáttum, svo sem peningum, valdi og líkamlegum þörfum. Annars staðar í alheiminum er að finna samfélög þar sem andinn ræður yfir efninu og íbúarnir skynja umhverfi sitt á allt annan hátt en Jarðarbúar. Síðast en ekki síst uppgötva þeir félagar að allur alheimurinn er tengdur í tíma og rúmi og að eftir dauðann er mögulegt að yfirgefa Jörðina og færast upp á æðra tilverustig á öðrum hnetti – en aðeins ef viðkomandi Jarðarbúi hefur sýnt að hann hafi nægan andlegan þroska. Þetta sannast á Georg og unnustu hans, Íkleu, en þau fórna sér hvort fyrir annað, deyja og endurholdgast á Mars þar sem þau eru sameinuð á ný. Það geta þau fyrst og fremst af því að ást þeirra er í eðli sínu allsendis óskyld því, er vanalega á sjer stað í þeim efnum milli manns og konu, er þau bindast böndum að eins af holdleg- um hvötum eða þá í von um auð og upphefð, þótt undir niðri sje. Andlegur þroski þeirra hóf þau á háleitara svið, er fáir fá náð, þar sem hugsjónin ríkir og líkamsþarfirnar hvíla eigi sem martröð á sálu manns.38 37 Björn Bjarnason frá viðfirði, formáli að Camille Flammarion, Úranía, þýð. Björn Bjarnason frá viðfirði, Kaupmannahöfn: Oddur Björnsson, 1898, bls. v–IX, hér bls. vI. Á frummálinu nefnist bókin Uranie; hún kom fyrst út í Frakklandi árið 1889 og í enskri þýðingu sem Urania ári síðar. Þýðing Björns er úr frönsku. Elías las Úraníu, að öllum líkindum í þýðingu Björns, árið 1945, einmitt á meðan hann var að skrifa Man eg þig löngum. Sjá Lbs. (Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, handritadeild) 13 NF – CB, Elías Mar, skjala- og handritasafn, minnisbækur, hljóð- snældur og laus blöð, askja 1, minnisbók 1945, 5. júlí. 38 Camille Flammarion, Úranía, bls. 70. Ásta KRistín BEnEdiKtsdóttiR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.