Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 88

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 88
87 þriðju persónu og fylgir oftast vitund Halldórs – og bætir við: „Hann er fyrir löngu farinn að trúa því að hann sé – og verði alltaf – öðruvísi en allir hinir.“27 Þessi trú og skömmin sem henni fylgir er með öðrum orðum hluti af sjálfsmynd piltsins og markar alla hans tilveru frá upphafi bókar til sögu- loka. Sedgwick leitar í smiðju sálfræðingsins Silvans Tomkins og skrifa hans um geðhrif (e. affect) en hann leit á skömm sem ein af grundvallargeðhrif- um mannsins.28 Skömm vaknar þegar einstaklingur samsamar sig öðrum og leitar eftir jákvæðum viðbrögðum en fær þau ekki, segir Tomkins. Einstaklingur sem skammast sín beinir því athyglinni inn á við, leggst í sjálfsskoðun og leitar að því sem „er að honum“ og orsakar hin rofnu eða misheppnuðu tengsl við aðra. Þannig leikur skömm veigamikið hlutverk í því ferli sem uppbygging og þróun sjálfsmyndar einstaklingsins er – ferli sem hefst hjá ungbörnum og lýkur ekki fyrr en ævin er á enda.29 Tomkins leggur áherslu á að skömm vakni fyrst og fremst ef áhugi á að tengjast öðrum og vekja jákvæð viðbrögð þeirra er til staðar.30 Þessi „annar“ þarf þó ekki að vera einstaklingur heldur er oft um að ræða óskrif- uð viðmið og reglur samfélagsins, eins og Sara Ahmed fjallar til dæmis um í bók sinni The Cultural Politics of Emotions. Til að forðast skömm, segir Ahmed, verður sjálfsveran að gangast undir „skilmála“ hins samfélagslega sáttmála og þar með leitast við að líkjast samfélagslegum fyrirmynd- um. Þannig má einnig líta á skömm sem tilfinningalegar afleiðingar þess að fylgja ekki forskrift normatívrar tilvistar.31 27 Elías Mar, Man eg þig löngum, Reykjavík: Helgafell, 1949, bls. 33. Hér eftir verður vísað til skáldsögunnar í meginmáli með blaðsíðutali í sviga. 28 Aðalrit Tomkins um geðhrif er Affect, Imaginary, Consciousness sem kom út í fjórum bindum; þau tvö fyrstu komu út 1962 og 1963 og seinni tvö þremur áratugum síðar eða 1991 og 1992. Í þessari grein er hins vegar stuðst við texta sem voru endur- útgefnir í ritinu Shame and Its Sisters: A Silvan Tomkins Reader árið 1995. 29 Silvan Tomkins, „Shame – Humiliation and Contempt – Disgust“, Shame and Its Sisters: A Silvan Tomkins Reader, ritstj. Eve Kosofsky Sedgwick og Adam Frank, Durham og London: Duke University Press, 1995, bls. 133–78, einkum bls. 133–45. 30 Sama heimild, bls. 134. 31 Sara Ahmed, The Cultural Politics of Emotion, Edinborg: Edinburgh University Press, 2004, bls. 101–21, hér bls. 107. „[…] subjects must enter the ,contract‘ of the social bond, by seeking to approximate a social ideal. Shame can also be experienced as the affective cost of not following the scripts of normative existence.“ Let- urbreyting í frumtexta. KYN(NGI)MÁTTUR SKÁLDSKAPARINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.