Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Síða 82
81
Allar fyrirætlanir Halldórs, hvort sem það er að skrifa móður sinni bréf,
læra heima eða fá sér launaða vinnu um sumarið, verða í raun að engu,
sem veldur því að yfir frásögninni allri hvílir ákveðinn þungi; lesandinn
lifir sífellt í voninni um að eitthvað gerist og Halldór losni við kvíðann
og framtaksleysið en svo fer ekki. Í sögulok er hann verr á sig kominn en
nokkru sinni fyrr, peningalaus, húsnæðislaus og vinalaus, því Bóas er dáinn
og Ómar farinn úr bænum, og á síðustu blaðsíðunni er skilið við hann
utan við Reykjavík þar sem hann ráfar einn út í óvissuna. Síðast en ekki
síst hefur þá komið nokkuð greinilega í ljós að hann hneigist til karla en
hefur ekki kjark, vilja eða getu til að horfast í augu við þær kenndir og við-
urkenna þær fyrir sjálfum sér og lesendum.
Samkynja langanir Halldórs eru nógu óljóst orðaðar í Man eg þig
löngum til að samtímamenn Elíasar gátu litið framhjá þeim, meðvitað eða
ómeðvitað, og í þeim þremur ritdómum sem birtust um skáldsöguna árið
1949 er hvergi rætt beinum orðum um mögulega samkynhneigð Halldórs.
Gagnrýnendum verður tíðrætt um tíðindaleysi sögunnar og galla á máli
og stíl en Kristmann Guðmundsson og Guðmundur G. Hagalín nefna
einnig að á frásögninni sé afar sérstæður og persónulegur blær.7 Bjarni
Benediktsson frá Hofteigi virðist hins vegar átta sig á um hvað málið snýst.
Hann nefnir að hrakningar og ófarir Halldórs eigi sér rætur í bernsku hans
og segir að
mörgum atriðum í ófarasögunni sjálfri [sé] lýst af skáldlegum næm-
leik og innsýn, einkum eftir að komið er svo aftarlega í söguna
að skýringin gæti verið fyrir framan (!), persónan Halldór Óskar
Magnússon er í sjálfri sér einkar trúleg persóna.8
Áherslan sem Bjarni gefur til kynna með upphrópunarmerki og leturbreyt-
ingu á orðinu gæti vekja athygli og benda til að hann hafi viljað koma ein-
hverju á framfæri sem hann treysti sér ekki til að segja beinum orðum.
Fyrsta afdráttarlausa opinbera umræðan um samkynja langanir í Man
eg þig löngum birtist eins og áður segir í skrifum Hjálmars Sveinssonar og
viðtölum hans við Elías Mar árin 2006 og 2007. Fram að þeim tíma hafði
smásaga Elíasar, Saman lagt spott og speki (1960), gjarnan verið nefnd þegar
7 Sjá Kristmann Guðmundsson, „Bókmentir“, bls. 9; og Guðmundur Gíslason
Hagalín, „Daufur svipur, en þó sérstæður“, Alþýðublaðið 13. júlí 1949, bls. 5 og 7.
8 Bjarni Benediktsson, „Bók og byggð“, Þjóðviljinn 12. apríl 1949, bls. 3. Leturbreyt-
ing í frumtexta.
KYN(NGI)MÁTTUR SKÁLDSKAPARINS