Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Page 132

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Page 132
131 kvikmyndir.37 Þó margt geti spilað inn í slíkar sögur er grunnfléttan nær ætíð sú sama: „strákur hittir stelpu, misskilningur á sér stað milli stráks og stelpu, strákur fær stelpu.“38 Ástarsagan fjallar síðan að mestu um hvernig elskendurnir yfirstíga hindranir til að fá að vera saman. Þessi hugmynd fær byr undir báða vængi í tengslum við ást Lenna á Rósu Cordovu. Það er í öðrum kafla bókarinnar sem sagt er frá því að Lenni hafi verið tíu ára þegar hann fann myndina af Rósu. Fundurinn hefur djúpstæð áhrif á líf Lenna því Rósa verður tálsýn hans um ástina, konan sem hann miðar allar aðrar konur við. Í kjölfarið er svo að sjá sem Lenni lesi sjálfan sig inn í hina hefðbundnu ástarsögu: hann er annar elskandinn, hindrunin verður leitin að Rósu en í lokin munu þau ná saman. Í huga hans virðist ekki leika vafi á að Rósa muni elska hann eins og hann elskar hana enda höfnun ekki til í sönnum ástarsögum. Frá ljósi til ljóss skiptist í þrjá hluta en nöfnin á þeim: „Að elska“, „Að leita“ og „Að finna“ ýta líka undir að lesendum finnist hin hefðbundna ástarsöguformgerð einkenna söguna. Kaflaheitin kallast nefnilega á við hina fyrrnefndu grunnfléttu ástarsögunnar og virkja fyrir vikið ástar–skemað: strákur elskar stelpu, strákur týnir/leitar að stelpu/ strákur finnur/fær aftur stelpu. vegna allra vísbendinganna um að Frá ljósi til ljóss sé ástarsaga er líklegt að lesendur trúi óvitandi að þrá Lenna rætist. Þess vegna eiga þeir líka auðveldara með að fyrirgefa Lenna að hann skuli segja skilið við einka- dóttur sína – því allt er réttlætanlegt fyrir ástina. Auk þess má vera að nafn Lenna hafi áhrif á lesendur. Í sögunni kemur það skýrt fram að Magdalena hafi endurnefnt hann eftir nafna hans úr Mýs og menn eftir John Steinbeck og því kann að vera að lesendur yfirfæri eiginleika þeirrar persónu á Lenna og verði fyrir vikið móttækilegri fyrir hugmyndum hans og þrám sem orka óraunhæfar.39 37 Sjá Gerard Steen, „‘Love stories’“, hér bls. 67. vert er að nefna að í greininni „Í frumskógi greinanna. Kostir og vandamál greinafræðinnar“ segir Guðni Elísson að flestar Hollywood kvikmyndir eigi það sameiginlegt að vera greinablendingar, þ.e.a.s. í þeim gegnir rómantíska frásagnarfléttan einatt lykilhlutverki því henni er gjarnan blandað saman við aðra gerð, t.d. glæpamyndir, vestra, hrollvekjur eða epískar stórmyndir. Guðni byggir skrif sín á kenningu David Bordwell, Janet Staiger og Kristin Thompson. Sjá Guðni Elísson, „Í frumskógi greinanna. Kostir og vandamál greinafræðinnar“, Kvikmyndagreinar, ritstj. Guðni Elísson, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2006, bls. 9–45, hér bls. 14–15. 38 Sjá John G. Cawelti, Adventure, Mystery, and Romance, Chicago og London: The University of Chicago Press, 1976, hér bls. 5. 39 Sjá vigdís Grímsdóttir, Frá ljósi til ljóss, bls. 51. vert er að nefna að í fyrstu setn- ingu bókarinnar kemur fram að Lenni „elskaði mjúk og loðin dýr“ en sama á við „EINS OG ÆvINTÝRI“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.