Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Page 30

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Page 30
29 að Carlson líti svo á að enginn munur sé á því að vera sís og trans, en hún telur þó að munurinn liggi ekki síst í því að fyrrnefndi hópurinn hefur verið tregur til að samþykkja þann síðarnefnda; að „þau hafa ekki enn áttað sig á því að þau hafa engan einkarétt á sálrænni upplifun þess sem líkist ‚kynvissu‘ (e. gender certainty).“48 Í seinni hópnum eru manneskjur sem vilji ekki endilega „sleppa“ sem eitt kyn eða annað, líkt og á við um fólk með tvö kyngervi (e. bigender), sem er kynsegin (e. non­binary) eða fellur á einhvern hátt á milli eða utan hinna hefðbundnu skilgreininga á konum og körlum. Carlson leggur til að hér megi finna „tjáningu á lögmáli kynjamismunar: kvenlæga lausn“49 sem felst í því að „draga rökvísi fallusins þvermóðskulega í efa“ og í því sem Carlson telur „hinsegin samband við Hinn sem skortir.“50 Á meðan gengist er við forsendum hins táknræna í karllægu stöðunni, dregur sá sem tekur sér kvenlægu stöðuna þessar forsendur í efa.51 Í ljósi þess að kynið verður ekki hugsað röklega samkvæmt kenningum sálgreiningarinnar – fallusinn sem kynjamismunur hvílir á innan hins táknræna er „táknmynd án táknmiðs“52 – má segja að kvenlægu afstöðunni fylgi tengsl við það sem er „tilvilj- unarkennt á róttækan hátt og illviðráðanlegt“ við kynið.53 Þessi nálgun er að mörgu leyti forvitnileg, ekki síst vegna þess að hún forðast að fella trans kynvitund í kerfi; hér er ekki sett fram heildstæð kenning um það hvernig ákveðin staða er tekin upp og ekki gerð tilraun til að svara því hvað það 48 „[…] from under the meager protection of their banners, they have not yet realized that they have no monopoly on the psychic experience of the semblance of ‚gender certainty‘.“ Sama rit, bls. 65. 49 „[…] an expression of the logic of sexual difference: a feminine solution.“ Sama rit, bls. 65. 50 „The failure, deadlock, and trauma of sexual difference returns for the hysterical/ feminine transgender subject, irreducibly, in her insistent interrogation of the phallic function and in her very queer relation to the lacking Other.“ Sama rit, bls. 66. 51 Líkt og í kenningu Freuds um Ödipusarduldina, þar sem það er einungis sonurinn sem telur að hann geti komist hjá refsingu föðurins ef hann hlýðir (geldingarógn hefur lítil áhrif á dótturina, sem „skortir“ getnaðarlim), þá grundvallast karllæga staðan á banni; sjálfsverunni eru þar sett mörk sem gera henni kleift að afneita skorti, trúa að hún hafi/geti haft fallusinn. Sjá t.d. Joan Copjec, „Sex and the Euthenasia of Reason“, Read My Desire: Lacan Against the Historicists, Cambridge & London: MIT Press, 1994, bls. 201–236, hér bls. 234–235. 52 Bein tilvitnun í Lacan (fyrirlestra sem haldnir voru 1957–1958) er fengin úr bók Patriciu Gherovici, Please Select Your Gender, bls. 20. 53 „The feminine perspective brings with it a relation both to the radically contingent and to intractability“. Shanna Carlson, „Transgender Subjectivity“, bls. 63. AF USLA OG ÁREKSTRUM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.