Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Page 34

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Page 34
33 á hinsegin sem hinsegin fræði byggja á“ og að hugtökin tvö eigi það þar af leiðandi sameiginlegt að veita viðnám eða andstöðu en vera jafnframt háð samhengi (e. relational).70 Raunin hefur svipaða virkni og dulvitundin í kenningu Freuds; hún grefur stöðugt undan samfélagslegum og kynferð- islegum sjálfsmyndum.71 Það er ekki síst af þeirri ástæðu sem Dean leggur áherslu á mikilvægi annars vegar dulvitundar Freuds og hins vegar raun- arinnar og viðfangsins a í kenningu Lacans, en markmið hans er að stunda hinsegin fræði sem byggja ekki á sjálfsmynd.72 Þegar Butler táknar raunina – skilgreinir það sem hefur verið útilokað með beinum hætti eða óbeint, með því að halda því fram að hægt væri að innlima hana í táknkerfið – tekur hún dulvitundina ekki með í reikninginn. Enda verða líkamanum ekki gerð skil án raunarinnar, án þess sem ekki er hægt að tákna eða færa í orð. Takmörk þess að fjalla um líkamann í gegn- um sjálfið verða ljós þegar líkaminn hlýðir ekki samfélaginu. Sá líkami sem hefur verið miðlægur í sálgreiningu frá upphafi er líkaminn „sem talar“ og gefur þannig til kynna að sjálfsveran sé ekki að öllu leyti meðvituð um það sem býr innra með henni. Þetta er ekki líkaminn sem blasir við okkur þegar við opnum kennslubók í líffærafræði, eða sá sem heimilislæknirinn skoðar þegar eitthvað amar að; sá líkami er viðfangsefni raunvísinda og sálgreining heyrir ekki undir þau. Þetta er líkami sjúkdómseinkennisins (e. symptom), sem birtist í óskiljanlegum athöfnum (e. acts), líkamlegum einkennum eða sársauka sem ekki er hægt að skýra og óröklegri hegðun sem skaðar einstaklinginn og skemmir fyrir honum innan samfélagsins. Í sálgreiningarmeðferð er þessi líkami undir, en verkefni sálgreinandans er ekki að „laga“ einkennið, binda enda á hið óröklega í skjólstæðingnum, heldur að gefa því sem er óhugsandi – þeirri reynslu, atburðum eða þrám sem ekki hafa verið færð í orð – pláss; að hlusta. Í bók sinni Vinsamlegast veldu þér kyn (Please Select Your Gender, 2010) fjallar sálgreinandinn Patricia Gherovici um þann lærdóm sem trans skjól- stæðingar hennar hafa fært henni. Markmið hennar er að „afsjúkdómsvæða“ það að vera trans, en hún tekur fram að það sé ekki sú afstaða sem flestir 70 „[…] the real resonates with the notion of queer underlying queer theory.“ Sama rit, bls. 231. 71 Sama rit, bls. 231. Dean bætir því við að Lacan beini athygli sinni sérstaklega að rauninni í síðverkum sínum, þar sem hann „þróar áfram ákveðna þætti kenningar Freuds um dulvitundina.“ 72 Sjá t.d. Tim Dean, Beyond Sexuality, bls. 6 og 272. AF USLA OG ÁREKSTRUM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.