Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Side 186
185
gerð hinnar lesbísku skáldsögu. En ef lesbískar bókmenntir einskorðast við
þetta efni geta þær ekki átt sér meira en um hundrað ára langa sögu, fyrir
utan einstök tilvik, þar sem „lesbían“ var sjaldan viðurkennd sem fyrirbæri
fyrir þann tíma. Og ef höfundar slíkra bókmennta verða að vera konur til
að bækurnar teljist lesbískar er saga þeirra enn styttri, þar sem konur fyrri
alda treystu sér sjaldan til að fjalla um kynverund.
En kannski þurfa bókmenntir ekki að fjalla með beinum hætti um sam-
kynja kynferðislegt samneyti til að teljast „lesbískar“. Getum við borið
kennsl á lesbískt næmi í bókmenntum sem fjalla ekki með sértækum hætti
um lesbíska kynverund og tengd málefni? Ef verk (sérstaklega ef það var
skrifað áður en Hall braut ísinn árið 1928) gagnrýnir til dæmis gagn-
kynhneigðar stofnanir, einblínir á konur í öðru samhengi en hvað varð-
ar erótísk tengsl þeirra við karlmenn og fjallar um rómantísk sambönd
milli kvenna (þar sem kynfæri koma ekki við sögu), er það þá lesbískt? My
Ántonia (1918) eftir Willu Cather uppfyllir til dæmis nær öll þessi skilyrði
og notast þar að auki við „karlkyns“ sögumann sem er nánast örugglega
kona í dulargervi.11 Ef verk virðist hugfangið af kynjatvíræðni og felur í
sér femínísk mótmæli, hefur verkið þá lesbískt næmi? Orlandó (1928) eftir
virginíu Woolf fjallar um persónu sem skiptir títt milli kven- og karlkyns
til að sýna fram á erfitt hlutskipti kvenna.12 Eru rökin fyrir lesbísku næmi í
þessum verkum meira sannfærandi vegna þess að við vitum að bæði Cather
og Woolf voru lesbíur?
Á hinn bóginn má spyrja: ef höfundur virðist ekki vera lesbía, getum
við eftir sem áður litið á verk hennar sem lesbískt ef það fjallar um kyn-
ferðislega ást milli kvenna? Purpuraliturinn eftir Alice Walker, sem gerist
í samfélagi svartra í sveitum Georgíu á fjórða áratugnum, gefur (raunsæ-
islega) til kynna að persónurnar séu ómeðvitaðar um tilvist lesbísks „lífs-
stíls“ í Bandaríkjunum og jafnvel um hugtakið „lesbía“.13 Skáldsagan snert-
ir ekki á lesbískum hugðarefnum, svo sem því að koma út úr skápnum eða
að takast á við hómófóbíu. En tilfinningaleg þungamiðja sögunnar er hið
umhyggjusama, ástúðlega og einmitt kynferðislega samband milli Celie og
Shug. Í huga Celie er sambandið hlaðið erótík skáldsöguna á enda og það
er eina fullnægjandi kynferðislega reynsla hennar á ævinni. Útilokar fjar-
11 Willa Cather, My Ántonia, London: virago, 1980.
12 virginia Woolf, Orlando: A Biography, New York: Harcourt, 1973. [Orlandó: Ævi
saga, þýð. Soffía Auður Birgisdóttir, Reykjavík: Opna, 2017].
13 Alice Walker, The Color Purple, New York: Pocket, 1985. [Purpuraliturinn, þýð.
Ólöf Eldjárn, Reykjavík: Forlagið, 1986.]
HvAð ERU LESBÍSKAR BÓKMENNTIR?