Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Síða 153
152
svavaR HRafn svavaRsson
vísað til hennar hjá Hómer og Hesíodos, á óljósan hátt, en því fer fjarri að
hér sé veitt von um hamingju eða hótað refsingu. Það er helst að orð þeirra
innihaldi eins konar yfirfærslu á hugmyndinni um refsingu sem endurgjald
í þessu lífi.
3. Vonin um hamingju
Á sjöttu öldinni var litið á dauðann frá nýju sjónarhorni. Þá leituðu menn
til handanheimsins sem þess ríkis þar sem einstaklingurinn gæti vonast
eftir hamingju, ríki sáluhjálpar fyrir réttláta og fróma.13 Í Lofsöngnum til
Demetru, sem kannski var saminn snemma á öldinni – þá frá svipuðum
tíma og skáldskapur Sólons – lesum við um stofnun launhelganna í Elevsis,
sem spiluðu stóra rullu í aþensku samfélagi. Sú trú sem þarna er tjáð er
vafalaust eldri, þótt lítt verði um það vitað.14 Um svipað leyti efldust aðrir
söfnuðir sem tengjast Orfeifi og Díonysosi á ýmsum stöðum í gríska heim-
inum, ekki síst í Magna Graecia, þ.e. suðurhluta Ítalíu og Sikiley.15
Í lofsöngnum lesum við um nýjan möguleika: „…þess sem er óvígður
helgunum eða á engan þátt í þeim, bíður ekki sama hlutskipti [og hins
innvígða] þegar hann dauður dvelur í hrávotu myrkrinu“ (481–82). Þótt
heimur Hadesar sé enn myrkur, eins og hann var hjá Hómer, er hann ekki
eins myrkur fyrir innvígða. Hinir dauðu eru ekki lengur jafnir og veltur
ójöfnuðurinn á hegðun þeirra í lifanda lífi. Fyrr í söngnum hafði Seifur
lofað Persefónu að „ávallt verður þeim refsað sem beita ranglæti og bregð-
ast því að friða reiði þína með fórnum á hreinan hátt með réttum blótum“
(367–69). Ekki er ljóst hvort ranglætið felist í því að gyðjunni er ekki
blótað eða hvort hægt sé að bæta fyrir afbrot með guðrækilegri hegðun.
En hér er vissulega talað um ranglæti. við lok söngsins (486–89) birtist
aftur skoðun Hesíodosar, án þess þó að voninni um hamingju sé hafnað,
13 Þessi trú kann að hafa tengst aukinni einstaklingshyggju, sem má aðgreina sam-
eiginlegri og hefðbundinni trú borgríkja og svæða; sjá Sourvinou-Inwood, Death,
bls. 298–302 og 423–29.
14 Almennt um launhelgarnar í Elevsis, sjá Burkert, Religion, bls. 285–90; Mystery,
víða; Mitro, Death, bls. 30–34; Mikalson, Religion, bls. 82–90; R. Parker, Polytheism
and Society at Athens, Oxford: Oxford University Press, 2005, bls. 327–68.
15 Margt er á huldu um þessa sértrúarsöfnuði, hvað þeir áttu sameiginlegt og hvað
aðgreindi. Óljóst er einnig hvernig sambandi þeirra var háttað við opinbera trú
borgríkja; sjá Burkert, Religion, bls. 276–78; C. Sourvinou-Inwood, „Further
Aspects of Polis Religion“, Oxford Readings in Greek Religion, R. Buxton ritstj., Ox-
ford: Oxford University Press, 2000, bls. 38–55, hér bls. 54–55.