Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Side 7

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Side 7
H e l g i H á l f d a n a r s o n TMM 2009 · 1 7 ar hann til dæmis að brageyra Íslendinga hafi sljóvgast gagnvart hálf- rími og hann hrósar Snorra sérstaklega fyrir að fela bragform sitt svo kunnáttusamlega: „Og ef til vill er bragsnilld hans hvergi jafn hrífandi og í háttfrjálsu ljóði.“ En háttfrjáls var ekki það sama og formlaus, og Kristján Árnason bendir réttilega á að sem ljóðaþýðandi hafi Helgi notið sín best þegar hann glímdi við kveðskap sem einkenndist af klassísku yfirbragði, fágun og ögun. Það var í honum samhljómur við hin forn- klassíska anda og líklega tókst honum þess vegna svona vel upp í þýð- ingu á grískum harmleikjum, jafnvel þótt grískan væri honum ekki töm. Í þýðingum mætast tveir ólíkir höfundar, skáldið og þýðandinn, og kannski veltur ágæti þýðingarinnar á samhljómi þeirra. Auðvitað glímdi Helgi stundum við skáld sem hentuðu honum síður en hin klass- ísku, og þá gat orðalagið stöku sinnum orðið upphafið og fjarlægt. Hitt var þó miklu algengara að hann sækti í kveðskap sem stóð honum nærri. Helgi þekkti vel þau sannindi, sem þýðandinn Ernst Harthern vitnaði eitt sinn til með skemmtilega óframsæknum hætti í bréfi til síns höfundar, Halldórs Laxness: „Það er með þýðingar einsog konur. Ef þær eru fallegar, eru þær ekki alltaf trúar. Ef þær eru trúar, eru þær ekki alltaf fallegar.“ Helgi leitaðist við að fanga anda, ekki bókstaf og þótt hann væri afar nákvæmur þýðandi fórnaði hann aldrei þeim töfrum sem skilur bókmenntatexta frá skýrslugerð. Það er alkunna að Helgi sinnti engum höfundi jafn vel og William Shakespeare. Hann þýddi öll leikrit hans, að minnsta kosti fjórtán af sonnettunum og meira að segja tvær bækur um hann sem ekki eru komnar út, þótt von sé á annarri þeirra seinna á árinu. Enn hefur ekki verið skrifuð alvöru úttekt á Shakespeareþýðingum Helga og til þess eru aðrir betur fallnir en ég, en einn algengan misskilning langar mig að leiðrétta. Hann er sá sem stundum heyrist meðal leikhúsfólks að Helgi hafi verið ákaflega erfiður með þessar þýðingar sínar og enginn mátt nota þær eða eiga við þær hið minnsta. Þvert á móti. Helgi gaf öllum leyfi til að nota þýðingar sínar, og jafnvel stytta þær og breyta þeim að vild. Bara með einu skilyrði: Væri þeim breytt, mátti ekki leggja nafn hans við þær; þá voru þær ekki lengur hans höfundarverk. Við þetta skilyrði getur enginn réttsýnn maður haft nokkuð að athuga. Samfylgd Helga Hálfdanarsonar og bókaútgáfu Máls og menningar var löng, spannaði meira en hálfa öld. Þar kom út fyrsta bók hans, ljóðaþýðingarnar Handan um höf, árið 1953, og þar kom líka síðasta verkið frá hans hendi meðan hann lifði, útgáfa hans á Völuspá, árið 2007. En samfylgdin var ekki óslitin. Fyrstu Shakespeareþýðingar Helga TMM_1_2009.indd 7 2/11/09 11:27:24 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.