Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Side 26

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Side 26
J ó n Yn g v i J ó h a n n s s o n 26 TMM 2009 · 1 Konur á ferðalagi Frá sautjándu öldinni tökum við undir okkur þriggja alda stökk í Íslandssögunni og lendum með Ármanni Jakobssyni og langömmu hans og langafa í Kaupmannahöfn árið 1908 í skáldsögunni Vonarstræti. Í sögunni er lýst nokkrum mánuðum í lífi hjónanna Skúla og Theodóru Thorodd sen. Lengst af eru þau stödd í Kaupmannahöfn, Skúli í þeim erindagjörðum að semja við dani um sambandsmálin, en Theodóra er honum til halds og trausts, enda er Skúli veikur og vinnan við samn- ingaborðið tekur á hann. Sagan tekur mjög eindregna afstöðu með Skúla og þó einkum Theo- dóru. Þetta er söguleg skáldsaga, upprifjun á lífi fólks sem ekki nýtur sannmælis í Íslandssögunni. Það er auðvelt að lesa hana sem andsvar eða samtal við nýleg sagnfræðirit, eins og ævisögu Guðjóns Friðriks- sonar um Hannes Hafstein og ævisögu Valtýs Guðmundssonar eftir Jón Þ. Þór svo dæmi sé tekið. Theodóra er vitundarmiðja sögunnar og sögumaður stendur þétt upp við hana, þekkir hugsanir hennar og minningar. En hann hefur líka víða yfirsýn, sér hlutina í samhengi við Íslandssöguna og ævi hennar. Þótt meginmál sögunnar nái aðeins yfir nokkra mánuði rifjar sögumaður upp fortíð þeirra Skúla og Theodóru, hann þekkir örlög hennar allt til æviloka og rekur þau í yfirliti í bókarlok Vonarstræti er öðrum þræði stjórnmálasaga sem er m.a. stefnt gegn dýrkun valdhafa á Hannesi Hafstein og sögumaður lætur eftir sér setn- ingar eins og þessa: „Hannes hafði að mörgu leyti staðið sig prýðilega í embætti. Hann var duglegur maður. Líka við að hygla sínu fólki. Frá honum var sprottin sú lífseiga skoðun að fyrirgreiðsla við stuðnings- menn væri eitt brýnasta verkefni ráðherra.“(84) Þessi ádrepa um lífseiga meinsemd í íslensku samfélagi sem rakin er til Hannesar er ekki eina pillan sem samtíminn fær í sögunni. Sögumaður rifjar það líka upp að Skúli, uppreisnarmaður og ættfaðir vinstri manna og kommúnista, var kapítalisti sem auðgaðist á eigin verslunarviti og dugnaði en andstæð- ingur hans, hetja hægrimanna, var alla tíð opinber starfsmaður sem aldrei hélst á fé. En þrátt fyrir þetta og þó að Ármanni takist að gera þetta tímabil, sem í stjórnmálasögunni er með þeim flóknari og þvæln- ari skiljanlegt, þá er það persóna Theodóru og samband þeirra Skúla sem stendur uppúr í bókinni. Theodóra birtist sem ótrúlega sjálfstæð kona og óhrædd við þann tíðaranda og það samfélag sem býður henni að sitja heima og gæta barna, helst ólétt. Maður skynjar líka í sögunni hversu ein Theodóra stendur ef fjölskylda hennar er frátalin, hún er TMM_1_2009.indd 26 2/11/09 11:27:26 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.