Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Side 28

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Side 28
J ó n Yn g v i J ó h a n n s s o n 28 TMM 2009 · 1 Led Zeppelin eða Alfreð Clausen? Að lesa Dimmar rósir Ólafs Gunnarssonar er svolítið eins og að hitta aftur fyrir gamlan vin. Sá heimur sem lesandinn gengur inn í er kunn- uglegur úr stórvirki Ólafs, þríleiknum Tröllakirkju (1992), Blóðakri (1996) og Vetrarferðinni (1999). Sagan gerist í Reykjavík á árunum 1969–71 og gæti sem best verið fjórða bókin í þeim bálki. Rétt eins og í þríleiknum eru persónurnar stórar í sniðum og standa í stórræðum, meðal annars í viðskiptum og braski. Eins og í Blóðakri og Vetrarferð- inni er lýst örlögum tveggja fjölskyldna, annarrar efnaðrar og umsvifa- mikillar, hinnar af miðstétt. Annars vegar er dýralæknirinn Júlía, börn hennar og Auðunn faðir hennar, hins vegar heildsalinn Haraldur, eig- inkona hans leikkonan Brynhildur og dætur þeirra. Rétt eins og í Tröllakirkju er það nauðgun unglings sem er kjarni sögunnar, það sem kemur atburðarásinni af stað og stillir persónunum upp andspænis erf- iðu vali, siðferðilegum vanda og jafnvel trúarlegum. Tónleikar Led Zeppelin í Laugardalshöll árið 1970 eru eins og öxull sem sagan snýst öll um, enda dunar rokktónlist undir sögunni, bæði Zeppelin og annarra. Örlög fjölskyldnanna tveggja fléttast saman á óvæntan hátt. Unglingsdóttur Júlíu, Ásthildi, er nauðgað og hún þarf í að glíma við dæmigerð eftirköst, skömm, þöggun og sjálfsásökun. Rétt eins og nauðgun Þórarins í Tröllakirkju setur árásin líf allrar fjölskyld- unnar í uppnám. Sjálfseyðingarhvöt stúlkunnar brýst að lokum út í örvæntingarfullu ofbeldi þegar hún ræðst að Hörpu, dóttur Haraldar fyrir utan eftirpartí eftir tónleika Zeppelin. Í kjölfarið leiðist hún út í óreglu og endar sem vændiskona í Kaupmannahöfn. Þessi saga er hjarta- skerandi en nokkuð melódramatísk og ekki alltaf sálfræðilega sannfær- andi. Það sem á hinn bóginn er mjög áhugavert er glíman sem fer fram í huga afa stúlkunnar, bifvélavirkjans og kraftlyftingamannsins Auð- uns. Sálarlíf hans er þanið til hins ýtrasta og niðurstaðan er óvænt. Líkt og arkitektinn Sigurbjörn í Tröllakirkju endar hann á því að taka rétt- lætið í eigin hendur. En ólíkt Sigurbirni tekst honum ætlunarverk sitt og hér kemur nokkuð sem ég verð að viðurkenna að kom mér stórkostlega á óvart: Ég get ekki lesið söguna á annan hátt en þann að hefndin heppnist, sé sú lausn sem persónurnar hafa farið á mis við, þótt hún komi of seint fyrir Ásthildi. Ólíkt persónum í fyrri verkum Ólafs felst lausn Auðuns ekki í fyrirgefningu eða þolgæði heldur þvert á móti í athöfn, ofbeldi sem svar við ofbeldi, auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Það er eins og öll spennan í sögunni falli saman, hún springur inn og lesandinn situr eftir agndofa og spyr sig hvað hafi orðið af þeim trúar- TMM_1_2009.indd 28 2/11/09 11:27:26 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.