Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Page 67

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Page 67
U p p r i s a a m l ó ð a n s TMM 2009 · 1 67 Shakespeares, eins og til dæmis Hófí (Ófelía), faðir hennar Palli níelsar (Póloníus), bróðir hennar Ellert, „Lerti“ (Laertes) og svo auðvitað homma parið Rósi og Gulli (Rósinkrans og Gullinstjarna). Ég vildi láta glitta í þetta annað slagið, eins og þegar Hlynur fer að hitta föður sinn á bar við Hlemm sem hét Keisarinn á sínum tíma en ég breytti í Kastalann til að vísa í upphafssenu leikritsins. Á einum stað gekk ég þó alla leið og tímaþýddi heila senu beint út úr því. Það er þegar Palli níelsar kemur í heimsókn til Hlyns Björns og þeir eiga furðulegt samtal sem byrjar svona: „Hvað ert þú að lesa?“ „Orð, orð, orð…“ Þetta er fræg sena úr Hamlet sem ég staðfærði inn í nútímann. Hlynur Björn er hinsvegar ekki meðvitaður um hlutskipti sitt. Hann fær reyndar á tilfinninguna að hann sé staddur í einhverju gömlu verki en gerir sér aldrei grein fyrir því sjálfur. Mér fannst spennandi að senda einhverjar setningar í hausinn á honum annað slagið, línur eins og „á okkar ístru-móðu tíð“, sem er beint út úr þýðingu Helga Hálfdanarson- ar, og láta Hlyn bara hrista hausinn yfir þeim. Hann skilur ekkert í þessum „skilaboðum“. Ef við horfum á líf okkar úr lofti erum við öll örsmáir maurar fastir í einhverju ævafornu leikriti. Frá ræsi til reikistjarna Þetta er ekki ósvipað því sem James Joyce gerði í Ódysseifi. Varstu þarna að leika þér á svipaðan hátt, að kalla á klassískt verk aftur í tímann? Já, ætli maður hafi ekki lært það þegar maður var að mennta sig til rit- höfundar og lá í Joyce. Ég sé það núna, þegar þú nefnir það. Sú bók hafði líka áhrif á mig varðandi það að fanga eina borg í skáldsögu og hafa alltaf borgarkortið undir textanum. Í mínu tilfelli kom titillinn reyndar á síðustu metrunum og ég þurfti að fara í gegnum alla bókina og breyta textanum hér og þar svo hún talaði betur við titilinn. Ulysses er líka sláandi „lókal“ bók; ákaflega stað- og tímabundin, um leið og hún er auðvitað mjög „úniversal“. Það er hægt að tala til heimsins þótt maður sé negldur upp við dyrastaf á Kaffibarnum. Af Joyce lærði ég líka að þora að vísa í allskonar dægurmenningu, popptexta jafnt sem frægðar- fígúrur. 101 var reyndar skrifuð í græskulausum galsa heimamannsins og satt að segja grunaði mig aldrei að hún yrði þýdd á önnur mál. Það er því alltaf með votti af samviskubiti sem ég útskýri fyrir þýðendum hennar hugtök eins og „Tvær úr Tungunum“ og „Hemmi Gunn“. En allt þetta er ég að uppgötva nú fyrst, þegar þú bendir á Ulysses. Áhrifin eru þarna. Svo ekki sé talað um vitundarflæðið … Textinn í 101 Reykjavík er líka mjög jarðbundinn og „áþreifanlegur“. Hlynur talar um skítugan TMM_1_2009.indd 67 2/11/09 11:27:29 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.