Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 7
I. Árferði og’ almenn afkoma.
Tíðarfarið var óstööugt og óhagstajtt. Loftvægið á öllu Iandinu var
1,7 mm undir meðallag. Meðalhiti ársins var 1,5° yfir meðallag, frá
0,8° í Kvgd. til 2,4° í Hvk. Sjdvarhiti var 0,9° yfir meðallag, tiltölu-
lega minnstur í Vm., 0,4° undir meðallag, en mest 1,6° yfir meðallag
í Pap. Úrkoman á öllu landinu var 32% yfir meðallag, dálítið neðan
við meðallag suðvestanlands, en nrest að tiltölu á Norðurlandi. Sól-
skinsstundir í Reykjavík voru 1270, en meðaltal 10 undanfarinna
ára er 1359 stundir. Veturinn (des.—marz) var fremur umhleyp-
ingasamur; hiti 2,9° yfir meðallag og úrkoma 18% yfir meðallag.
Snjólag var lítið eitt neðan við nreðallag og hagi í betra lagi. Vorið
(apríl—maí) var fremur óstöðugt; hiti 0,8° yfir meðallag og úrkoma
7% yfir nreðallag. Vorgróður bj'rjaði 3 vikunr síðar en rneðallag.
Sumarið (júní—sept.) var frenrur hlýtt, en óstöðugt og votviðrasamt,
einkunr norðanlands, enda hröktust lrey þar víða. Hiti var 1,6° yfir
meðallag og úrkorna 54% yfir nreðallag. Sólskin í Reykjavík var 137
stundum eða % minna en rneðaltal 11 undanfarinna sumra. Á Akur-
eyri var sólskin 159 stundum nrinna en í Reykjavík. Haustið (okt.—
nóv.) var fremur óstöðugt; hiti 0,4° yfir meðallag og úrkoma 43%
yfir nreðallag. Síðari nránuðinn var snjóþungt og haglítið rneð köfl-
unr.1)
Tíðarfarið var ekki eins hagstætt atvinnuvegunum og árið fyrir,
og varð nýting heyja víða slæm. Aflabrögð yfirleitt góð, en misjöfn,
og brugðust vertíðir í sumunr landshlutum. Útgerðinni vegnaði illa
vegna markaðsörðugleika og lágs afurðaverðs. Landbúnaðarafurðir
hækkuðu nolrkuð í verði. Atvinnuleysi verkafólks við sjávarsíðuna
var enn rnjög tilfinnanlegt. Verðlag nauðsynjavarnings innanlands
hæltkaði lítillega. Vísitala Hagstofunnar um frámfærslukostnað í
Reykjavík var þannig 228, en 226 árið fyrir. Kaupgjald verkafólks
yfirleitt óbreytt. Afkonta almennings svipuð og undanfarin ár.
Læknar láta þessa getið;2)
Hafnarfj. Atvinna með lakara móti. Fólkið þyrpist látlaust í kaup-
staðina, þó að enga vinnu sé þar að fá.
1) YfirlitiS yfir tíðarfarið er frá Veðurstofunni.
2) Ársskýrslur (aðalsltýrslur) vantar úr þessum héruðum: Rvík, Stykkishólms,
Patreksfj., Reykjarfj. Siglufj., Húsavíkur, Fljótsdals, Reyðarfj., Berufj., Hornafj. og
Rangár,