Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 33
Af hinum 16 nýju skrásettu syphilissjúklingum á árinu, hafa:
7 lokið við lækningu og voru seronegativir við áramót.
8 enn ekki fulllokið lækningu fyrir áramót.
i fluttist af landi burt.
12 eldri syphilissjúklingar hafa vitjað mín til blóðrannsóknar.
Syphilismeðferðin hefir verið sú sama og áður. Alvarlegar salvarsan-
eða bismuthkomplikationir hafa ekki komið fyrir.
Sú breyting varð á, á þessu ári, að ókeýpis iæknishjálp hjá mér við
kynsjúkdómum er nú daglega frá kl. 11—12 í stað áður annan hvern
dag, og er hið nýja fyrirkomulag vafalaust mun hentugra almenningi.
Læknar Iáta að öðru leyti þessa getið:
Skipaskaga. Alls skráð 2 tilfelii af gonorrhoea. Báðir útlendingar,
er dvöldu hér aðeins 3 daga.
Borgarfj. 1 sjúklingur með gonorrhoea, stúlka úr öðrum lands-
fjórðungi.
Borgarnes. Af lekanda sýktust 5, 4 menn og 1 kona. Smitaðist sumt
í Reykjavík.
Dala. 1 sjúklingur, stúlka 33 ára, með ulcer. moll. Mun hafa smit-
azt í Reykjavík.
Sauðárkróks. Lekanda verður vart öðru hvoru, jafnvel uppi í sveit-
um, og er sennilega miklu tíðari en nokkurn grunar. Blenorrhoea
í nýfæddum börnum hefir orðið vart síðustu árin, þrátt fvrir ídreyp-
ingar i augun við fæðingu.
Svarfdæla. Kona var skráð í júli með tertiær syfilis. Var fyrir rúmu
misseri flutt hingað frá Akureyri, og hafði hún verið undir læknis-
hendi þar fyrir nokkrum árum. Blóð, sem sent var Rannsóknar-
stofu Háskólans, reyndist -f. Var hún svo send til Reykjavíkur til
lækninga og hefir ekki komið aftur til héraðsins,
Seyðisfj. 3 karlmenn varð ég var við með gonorrhoea (urethrit.
ant. ac.). Sá fyrsti var erlendur sjómaður, hinir 2 seyðfirzkir sjó-
nienn, sem smitazt höfðu í Danmörku, komizt þar þegar undir lækn-
ishendur og héldu áfram hér.
Norðfj. Héraðslæknir segir smitunarsögu 6 kynsjúkdómasjúldinga,
sem leituðu hans á árinu. Allt ungt fólk og sumt að minnsta kosti
rnyndarfólk. En sagan er drykkjuskapur, andvaralaus léttúð og laus-
ung í kynferðismálum, lygar, trassaskapur um að leita sér lækninga
(>g síðan ófyrirsjáanlegar afleiðingar.
Vestmannaeyja. Færri sjúklingar leitað lækna en árið áður. Allrar
varúðar gætt, sem unnt er, til varnar útbreiðslu veikinnar.
Eyrarbakka. Þau fáu tilfelli af gonorrhoea, sem komið hafa fyi-ir
á árinu, eru öll frá Reykjavík, á föngum á Vinnuhælinu á Litla-
Hrauni.
Grímsnes. Sá 2 karlmenn með gonorrhoea. Höfðu háðir smitazt
af sömu stúlkunni, sein var l'rá Revkjavík.