Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 40
anförnu. Skriflegar leiðbeiningar um framkvæmd hreinsunarinnar
voru sendar öllum hreinsunarmönnum á síðastliðnu hausti til frek-
ari tryggingar. Mun ekki óþarft að gera þetta öðru hverju, jafnvel
þó að ekki verði mannaskipti við starfið.
Þingeyrar. Á sullaveiki ber með hverju ári minna og minna í slát-
urfé. Er því sýnilegt, að hundalækningarnar koma að nokkrum not-
um, þótt þeirn virðist í mörgu ábótavant. Til lækninga er notað 8 gr.
skammtar af semen. arec. Hundarnir baðaðir á eftir úr Sol. sublimat.
Hundaeigendur kvarta stundum undan, að þeir týni tölunni. Mun það
þó stafa fremur af hroðvirkni við inngjöf en of stórum skammti lyfj-
anna.
Miöfi. 1 sjúklingur skráður með echinoeoccus pelvis et abdom-
inis. Var gerð echinococcotomia og tæmdir út tveir stórir sullir, og
greri hún að fullu. Fyrir ca. 30 árum kvaðst sjúklingurinn hafa verið
um 3 álnir yfir um sig. Þá sprakk sullur út í kviðarholið, og var sull-
vökvinn tæmdur út með ástungu og tæmt út alls um 30—40 lítrar,
að sögn sjúklingsins. Sjúklingurinn dó síðar á árinu úr uraemi.
Ólafsfi. Sullaveikissjúldingur er 1 i héraðinu, sem ég veit um, kona
með lungnasull. Fær við og við vond köst, liggur þá nokkra daga og
ganga smásullir stuudum upp úr henni í köstunum. Þess á milli er
hún hress og stundar húsmóðurstörf.
Svarfdæla. Enginn sjúklingur.
Höfðahverfis. 1 sjúkling þóttist ég finna með sullaveiki. Var
það karlmaður, sem kom lil mín rétt fyrir jóí. Hann hafði feykilega
lifrarstækkun, en að öðru leyti var tumor ekki finnanlegur. Ég sendi
hann til Akureyrar, en hann dó úr lungnabólgu áður en nokkuð væri
aðgert.
Þistilfi. Sullaveiki hefir ekki orðið vart.
Segðisfi. Kona nokkur, roskin, ofan úr Héraði, leitaði sér lækninga
hér vegna stórs tumors í reg. hypochondr. sin. Gerð var Iaparat. á
sjúkrahúsinu, og reyndist sullur i milta. Sjúklingurinn fékk fullan bata
eftir aðgerð.
Norðfi. 2 af hinum 3 skráðu eru gamlir sull-sjúklingar. Annar áður
skorinn, niður af hinum höfðu gengið sullir á unga aldri, en í báð-
um vaxið sullur á ný. Á þeim þriðja er sjúkdómsgreining ekki viss.
Keflavíkur. Hundahreinsun fer fram í öllum hreppum. Slátrun fer
ekki alstaðar fram sem þriflegast, en þó eru sullir hirtir og' brenndir
eða grafnir.
6. Geitur (favus).
Töflur V—VI.
Á mánaðarskrám úr Rvík er getið 5 sjúklinga. Á ársyfirliti úr
Vestmannaeyjum er getið um 1 sjúkling: 5 ára stúlku. Á Röntgen-
deild Landsspítalans voru læknaðir (5 sjúklingar: 5 úr Hafnarfj. og
1 úr Rvík.