Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 41
39
7. Kláði (scabies).
Töflur V, VI og VII, 4.
S júklingafjöldi 1925—1934:
1025 1926 1927 1928 1929 1930 1931 1932 1933 1934
Sjúkl. . . . ... 408 336 329 345 279 109 102 164 160 198
Læknar fíorgarfj. láta þessa Kláða sá getið: ég nú í fyrsta sinn síðan 1929. Ivom hann á 2
heimili og sýkti 1 á öðru en 3 á hinu. Ættaður úr Reykjavík í báðum
tilfellunum.
Dala. Hefir ekki verið skráður hér síðan 1928 fyrr en nú.
Reykhóla. í skólaskoðunarferð um Gufudalshrepp fannst kláði á
2 bæjum (í Kollafirði). Var annað skólabarn, sem átti að fara í skóla
seinna um veturinn, en hitt stúlka á heimili, þar sem skóli átti að
vera. Á hvorugu heimilinu vissi fólkið, að um kláða væri að ræða. Bæði
heimilin voru þrifnaðarheimili, og var ekki hægt að komast að því
með vissu, hvaðan veikin hafði komið.
Flateyrar. Við skólaskoðun fundust 4 tilfelli af kláða. Vitað var
áður um kláða á einu heimili. Síðan hefi ég ekki orðið hans var, enda
voru börnin og heimili þeirra tekin undir kúr.
Hólmavíkur. Á þessuin kvilla bar óvenjumikið á árinu. Er það eink-
um einn hreppur, þar sem illa gengur að uppræta veikina.
Svarfdæla. Aðeins Iítilsháttar vart.
Síðu. Kom fyrir á tveim bæjurn (ekki getið á mánaðarskrám). Lík-
lega kominn úr Vestmannaeyjum.
Mgrdals. Kláða hefi ég ekki séð í nokkur undanfarin ár, en nú barst
hann úr öðru héraði, og' smituðust nokkrir.
Keflavíkur. Á árinu voru skráðir 3 sjúklingar með þenna hvumleiða
kvilla, sem ekki hefir sézt hér undanfarin ár, síðan fyrirrennari minn
gekk á milli bols og höfuðs á þeirri óvætti.
8. Krabbamein (cancer).
Töflur V—VI.
Sjúklingafjöldi 1925—1934:
1925 1926 1927 1928 1929 1930 1931 1932 1933 1934
Sjúkl. . . . ... 125 108 114 131 85 92 66 71 103 87
Dánir . . . ... 129 126 124 131 145 106 120 133 125 141
Sjúkratölurnar eru hér greindar samkvæmt mánaðarskrám.
Á ársyfirliti yfir illkynja æxli, sem borizt hefir úr öllum héruðum
nema Rvík, Reykjarfj., Fljótsdals og Reyðarfj., eru taldir 148 með
krabbamein, en þá eru reiknaðir frá þeir, sem á skýrslunum eru tvi-
taldir eða oftar. Krabbamein þessara sjúklinga skiptast þannig niður
eftir líffærum:
Ca. palpebrae ................................... 4
— labii ........................................ 9
— faciei ...................................... 1
— cerebri ..................................... 1