Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 95
93
izt að útrýma þeim með öllu. Hefir þó verið mikið reynt til þess. í
þrjá mánuði hefir þeirra ekki orðið vart, en ekki er tryg'gt, að þeir
séu úr sögunni samt. Á öðrum stöðum veit ég ekki til, að þessi skor-
dýr séu.
Hofsós. Ég hefi grennslazt nákvæmlega eftir því, hvort þessi ófögn-
uður sé hér til, en hefi ekki orðið þess var.
Svarfdæln. Um veggjalýs og kakerlaka hefi ég grennslazt eftir föng-
um, og hefi ekki haft tal af neinum, er vissi til, að þeirra hefði orðið
vart nú eða fyrr í þessu héraði.
Akureyrar. Út af bréfi landlæknis í desember 1934 um veggjalýs
og kakerlaka og önnur óþrifakvikindi í húsum, skal ég taka þetta fram :
Eftir að ég fékk bréfið birti ég í 4 blöðum bæjarins útdrátt úr því,
varaði almenning við þessum óþrifagestum og bað heimiiisfeður að
láta mig vita, hvort þeir vissu kvikindin komin í hús sín. Ennfremur
fékk ég mér til aðstoðar heilbrigðisfulltrúa bæjarins til að komast
eftir, hve mikil brögð væru að útbreiðslu þeirra í bænum. Úr sveit-
unum hefi ég engar fréttir fengið um nein þessi óþrifakvikindi, en
hér í bænum hefir vitnazt, að bæði finnast vegg'jalýs og kakeriakar
eða svo nefndir húsaskítir. Veggjalýs þó aðeins í einu húsi, Fróða-
sundi 9. Kakerlakar eru sagðir í þessum húsum: Þingvallastræti nr.
14, Fróðasundi nr. 2, Hafnarstr. nr. 93, Hafnarstr. nr. 98, Hafnarstr. nr.
102. Ennfremur eru í húsinu Baldurshagi við Brekkugötu einhver skor-
kvikindi, sem líkjast maurum, og er ailmikið af þeim í stoppi milli þils
og veggja og uppi á dimmu hanabjálkalofti. Tilraun að svæla þessi dj'r
út með formalíngufu hafði engan árangur borið. Kakeriakar hafa í
mörg ár verið heimilisfastir í Hafnarstræti 98 (sem er Hótel Akur-
eyri), og hefir ekki tekizt að útrýma þeim þaðan, þrátt fyrir miklar
tilraunir með blöndu af burisdufti og sykri. Hinsvegar veit ég, að vel
tókst sú útrýmingaraðferð í húsi í Strandgötu (Kaupfélagi Verka-
manna), þar sem fór að hera á þessum kvikindum, og ber nú ekkert
lengur á þeim þar. í húsinu nr. 93 í Hafnarstræti tókst í vetur að út-
rýma algerlega miklum og leiðum faraldri af kakerlökum. Var það
einkennileg og róttæk aðferð. Þegar mest frost vetrarins kom og stóð
í 2—3 daga í febrúarmánuði, yfirgáfu allir íbúar húsið, slökktu elda
og opnuðu alla glugga. Eftir tvo sólarhringa voru allir kakerlakar úr
sögunni, og hefir þeirra ekki orðið vart síðan. Að endingu skal ég
geta þess, að mér leikur grunur á, að kakerlakar og ef til vill veggja-
lús séu viðar á Akureyri en hér er skráð. Ég veitti því eftirtekt í vetur,
að húseigendur sumir vilja ógjarna hafa hátt um þessi óþrifadýr í
húsum sínum vegna óttans um, að leigjendur fælist húsin. Má því
vel vera, að ýmsir hafa svikizt um framtal.
Höfðahverfis. Hefi spurzt fyrir um veggjalýs og kakerlaka, en ekki
getað fengið ábyggilegar upplýsingar um, að þau óþrif séu neins-
staðar i héraðinu.
Reykdæla. Veggjalús og kakerlakar ekki til í héraðinu, og er furða,
því að kakerlakar eru á hótelinu á Húsavík.
Öxarfj. Veit ekki til, að kakerlakar né veggjalús séu til hér i hér-
aðinu né önnur óþrif þess háttar, aðflutt á síðari öldum.