Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 97
fyrir, að aðkomusjómönnum væri holað niður í óhæfileg þrengsli og
sóðaskap.
Blönduós. Heilbrigðisnefndir eru hér ekki starfandi, en eftir langa
leit fannst heilbrigðissamþykkt fyrir Blönduóskauptún, 25 ára gömul,
sem var orðin svo gersamlega gleymd, að aðeins einn maður hafði
óljósa hugmynd urn, að hún myndi einhverntíma hafa verið til. Sam-
kvæmt henni á hér að vera heilbrigðisnefnd. Samþykkt þessi er orðin
úrelt, einkum að því er snertir umgengni utan húss, en henni er sorg-
lega ábótavant, og hefi ég því á prjónunum nýjar heilbrigðissam-
þykktir, bæði fyrir kauptúnin og sveitirnar, sem væntanlega verða
samþykktar á næsta sýslufundi.
Svarfdæla. Heilbrigðissamþykkt fyrir Hrísey, er gerð var af sýslu-
nefnd í hitteðfyrra, var staðfest seint á árinu.
Vestmannaeyja. Heilbrigðisnefndin ásamt heilbrigðisfulltrúa lítur
eftir hreinlæti í héraðinu og' kemur frarn með ýmsar þrifnaðarráð-
stafanir, sem oft er erfitt að framkvæma vegna fjárskorts bæjarins.
Hún hefir lagt til við bæjarstjórn, að heilbrigðisfulltrúi yrði sérstak-
lega falin umsjón með fjósum, mjöltum og meðferð mjólkur, og
þóknun hans aukin vegna aukins starfs. Úr þessu hefir enn ekki
getað orðið, og stendur mikið til bóta i þessum efnum.
19. Bólusetningar.
Tafla XVII.
Skýrslur vantar úr 7 héruðum: Hafnarfj., Flateyjar, ísafj., Fljóts-
dals, Sevðisfj. og Rej'ðarfj.
Frumbólusett voru samtals 3047 börn, og kom út á 1342 eða 44%.
Endurbólusett voru samtals 2122 börn, og kom út á 1193 eða 56%.
Nokkrir kvarta um, að bóluefnið hafi i-eynzt ónýtt, en útkoman er
ekki miklum mun lélegri en verið hefir.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Útkoman á frumbólusettum börnum á Akranesi var
afleit, hverju sem um er að kenna. Aftur hefir endurbólusetningin
verið að mun betri.
Borgarnes. Bólan kom sumstaðar illa út. Engin stór veikindi hlut-
ust af bólusetningunni.
Flateyjar. Bólusetning fór engin frarn í héraðinu á þessu ári.
Miðjj. Það mun vera talsverð óregla á bólusetningum hér í hérað-
inu, erfitt að fá fólk til að mæta með börnin og ekki gengið nógu
hart eftir af ljósmæðrum. Ég hefi reynt að brýna þetta fyrir Ijós-
mæðrum, en það er erfitt að fá það bætt. Eins hefi ég síðan ég kom
hingað reynt að fá ljósmæður til að setja á bólusetningarskrár öll
börn, sem eiga að bólusetjast, hvort sem þau koma eða ekki, en það
hefir reynzt árangurslaust. Þó er tekið skýrt fram á eyðublöðunum
undir skýrslurnar, hvernig beri að haga þessu. Siðastliðið vor reynd-
ist bóluefnið að mestu ónýtt. í 4 af 6 bólusetningarumdæmum kom
ekki bóla út á einu einasta barni og í hinum á mjög fáum.
Blönduós. Bólusetningar hafa verið og eru i óreiðu.