Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 96
94
Vopnafj. Viðvíkjandi veggjalús, kakerlökum og öðrum þess háttar
óþrifum, skal tekið frarn, að ég hefi ekki orðið var við þess konar
óþrif hér, og tel, að fullyrða megi, að þau fyrirfinnist hér eigi. Þau
einu óþrif i húsum, sem ég hefi heyrt kvartað undan hér, er fló, sem
erfiðlega gengur að útrýma á sumum bæjum vegna þess að hún hefir,
að því er talið er, aðsetur sitt í tróði milli þils og veggja eða í veggjum.
Hróarstungu. Ekk hefir borið hér á veggjalúsum og kakerlökum í
héraðinu, svo að ég viti til.
Seyðisfj. Veggjalús eða kakerlakar hafa ekki gert vart við sig hér
í húsum.
Fáskrúðsfj. Ekki hefi ég heyrt getið um veggjalús hér í héraðinu.
Síðu. Veggjalús er hér á 2 bæjum, svo að vitað sé, Kálfafelli og
Kálfafellskoti í Fljótshverfi. Ég komst að þessu af tilviljun síð-
astliðið vor. Var þá gestkomandi á Kálfafelli. Bær var reistur í Kálfa-
fellskoti 1931. Taldi bóndinn engan vafa á því, að veggjalúsin hefði
flutzt með sér frá Kálfafelli. Hann gat þess til, að lúsin muni hafa
geta horizt austan af Höfn i Hornafirði, þegar hann dvaldi þar vetrar-
tíma. Maður, sem er skordýrafræðingur, segir mér, að hann hafi
orðið var við veggjalús á Hólum í Hornafirði, sennilega árið 1929
eða áður. Ég hefi spurt greinagóða menn í öðrum hreppum héraðs-
ins, hvort þeir hafi orðið varir við eða heyrt getið um veggjalús eða
annan óþril'nað álika í húsum, en fengið þau svör, að þeir viti ekki
til þess.
Mýrdals. Veggjalús og kakerlakar eru ekki til i héraðinu. Rottur
hafa heldur ekki náð hér fótfestu.
Vestmannaeyja. Engar kvartanir hafa mér horizt um veggjalýs,
kakerlaka og þess háttar óþrif, og engar upplýsingar hefi ég getað
fengið hjá bæjarstjóra viðvíkjandi þess háttar kvörtunum.
Eyrarbakka. Það mun mega reiða sig' á, að hvergi hafi orðið vart
við veggjalús hér i héraði, en kakerlakar eru í þinghúsi Ölfushrepps
í Hveragerði, í íbúðum mjólkurbús Ölfusinga og í gamla bænum á
Reykjum í Ölfusi. Annarsstaðar hefir ekki orðið" vart við þá. Þeirra
varð fyrst vart í húsum þessum í Hveragerði árið 1930, og álítur
mjólkurbússtjórinn, að þeir hafi borizt þangað í farangri frá Noregi
með manni, sem kom þaðan til að gerast starfsmaður við búið, en
þaðan hafi þeir flutzt í Reykjabæinn. Engar tilraunir til útrýmingar
hafa verið gerðar, er hafi borið árangur.
Grímsnes. Ekki er mér kunnugt um, að veggjalús eða kakerlakar
séu í húsum manna nokkursstaðar í héraði mínu. Aftur á móti eru
rottur mjög útbreiddar hér, einkum á Skeiðum og í Hreppum, og eru
hinir verstu vágestir.
18. Stöxf heilbrigðisnefnda.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Aðalstarf heilbrigðisnefndar á þessu ári var að seinja
reglugerð fyrir hið nýstofnaða mjólkurbú á Akranesi og breyta heil-
brigðissamþykktinni í samræmi við hana.
Flateyrar. Heilbrigðisnefndin á Flateyri kom síðastliðinn vetur í veg