Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 43
41
(exstirperað), seinna canc. abdominal. Hitt tilfellið var stúlka, 5(>
ára. Hafði hún verið heilsuveil um margra ára skeið. Opereruð 1916
(i Reykjavík) við ulc. ventriculi (gastroenterostomia). Veiktist snögg-
lega í júní og hnignaði fljótt. Var flutt til Reykjavikur og dó þar.
Flateyrar. Krabbamein kom í ljós á 2 sjúklingum. Annar var kona
með ca. vaginae og var inoperabilis, þegar ég sá hana. Hinn var bóndi,
sem ég ári áður hafði sent til Reykjavíkur vegna gruns um c.a. ventri-
culi. Hann var syðra álitinn hafa magasár og meltingarrannsókn
sýndi hyperaciditet þar, en anaciditet hjá mér. Nú kom hann með
vafalausan magakrabba, fór aftur til Reykjavíkur, og var þar gerður
á honum magaskurður. Hefir hann haft sæmilega heilsu síðan og
enginn vottur um recidiv. Er þó liðið ár síðan hann var skorinn upp.
Blönduós. Ekki hefir verið skráður neinn nýr krabbameinssjúkl-
ingur á öllu árinu, en 4 hafa dáið úr þeinr sjúkdómi.
Ólafsfi. 2 krabbameinssjúklingar hafa vitjað min á árinu. Annar
var strax sendur til Siglufjarðar til skurðaðgerðar og dó þar. Hinn
vildi ekkert láta við sig gera.
Höfðahverfis. 1 kona dó úr ca. mammae, skráð í fyrra.
Norðfi. Ivona í sveit, 54 ára gömul, veiktist snögglega með hita og
botnlangabólgueinkennum fáum dögum eftir ákaft diarrhoe-kast, sem
hún fékk á skemmtitúr í Fljótsdalshéraði. Fannst þá fyrirferðaraukn-
ing í h. fossa iliaca. Annar læknir var á ferð, og fékk ég hann til að
skoða hana með mér. Okkur kom saman um botnlangabólgu. Nú
smáhverfur hitinn, og tumor minnkar, en var ekki horfinn þegar ég
sá hana síðast. Gó*'um 2 mánuðum seinna kem ég svo til hennar.
Er hún þá orðin mögur og kachektisk með holið fullt af stærri og
minni hnútum. Gamli tumorinn aftur orðinn nokkuð stærri. Lifur
stækkuð og hnyklótt röndin.
Fáskrúðsfi. 2 sjúklingar eru skráðir með krabbamein, annar með
ca. ventriculi (dáinn). en hinn með ca. canthi ext. oc. sin. Var það
exstirperað með plastík.
Síðu. 3 dóu úr krabbameini. Er það mest, er hér hefir verið á einu
ári, — mörg ár enginn.
Mýrdals. 1 sjúklingur var skráður með sarkmein, og dó hann á árinu.
Keflavíkur. Dánir á árinu 2 úr cancer intest., 1 vir cancer mammæ
og 1 úr sa. femoris.
9. Drykkjuæði (delirium tremens).
Tðflur V—-VI.
S júklingafiöldi 1929—1934:
1929 1930 1931 1932 1933 1934
Sjúkl............................. 4 4 „ 2 „ 6
Læknar láta þessa getið:
Akureyrar. Karlmaður 34 ára. Kom mjög illa haldinn af delirium
tremens samfara dreifðri bólgu í báðum lungum. Versnaði smám
saman og dó eftir 3 vikur.
<>