Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 14
12
III. Sóttarfar.
Heill)i'igði á árinu var eins og árið fyrir mjög góð og jafnvel með
afbrigðum. Að farsóttum kvað lítið, nema skarlatssótt, sem hélt áfram
göngu sinni um landið, stakk sér víða niður, en lét nú mest á sér bera
í Reykjavík og grennd. Lungnabólga gerði og með meira móti vart
við sig í sumum héruðum.
Læknar láta þessa getið:
Hafnarfí. Allmikið um farsóttir þetta ár.
Skipaskaga. Heilbrigði hefir verið með afbrigðum góð á árinu, sér-
staklega frá júní til ársloka. Kvefsótt gekk hér yfir i apríl og fram
undir miðjan maímánuð. Aðrar sóttir ekki, svo að teljandi sé.
fíorgarfj. Heilbrigði í meðallagi.
fíorgarnes. Gott heilsufar þetta ár. Mjög lítið um farsóttir.
Dala. Heilbrigði með betra móti.
Flategjar. Um heilsufarið er það að segja, að það var hér talið eitt
hið bezta ár í þeim efnum.
Bíldudals. Heilsufar hefir verið mjög gott.
Flategrar. Heilsufar með allra bezta móti.
tsafj. Heilsufar fremur gott.
Hesteyrar. Heilsufar var ágætt allt árið.
Hólmavíkur. Heilsufar meira en í meðallagi gott á þessu ári.
Miðfj. Talsvert kvillasamt með köflum.
fílönduós. Heilsufar yfirleitt gott.
Hofsós. Heilsufar gott mestallt árið.
Ólafsfj. Heilsufar í héraðinu hefir verið gott þetta ár. Engar alvar-
legar farsóttir hafa gengið.
Svarfdæla. Fyrstu 3 mánuði ársins var heilsufar í lakara lagi, og
olli því mest útbreiddur kvefsóttarfaraldur og lungnabólga, er var í
för með honum. Næstu 3 mánuði var heilsufarið gott, nokkru lakara
í júlí og ágúst, en ágætt úr því til ársloka.
Akureyrar. Heilsufarið var vfirleitt með bezta móti.
Höfðahverfis. Farsóttasjúklingar hafa aldrei verið skráðir jafnfáir
sem nú, enda hefir heilsufar verið með allra. bezta móti á árinu.
Seyðisfj. Almennt heilsufar gott á árinu.
Fáskrúðsfj. 4 fyrstu mánuði ársins var heilsufar mjög gott, en í
maíbyrjun kom hér upp skarlatssótt. Óvíst hvaðan hún kom, en hafði
gengið í Berufjarðarhéraði haustið áður.
Mýrdals. Heilsufar gott.
Vcstmannaeyja. Heilbrigði almennings hefir verið með bezta móti
á árinu.
Eyrarbakka. Heilsufarið hefir verið óvenju gott allt þetta ár, engar
stórsóttir gengið, slys fátíð og engin hættuleg.
Grímsnes. Heilsufar gott allt árið.
Keflavíkur. Allkvillasamt, ekki sízt fyrri helming ársins.