Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 64
ekkert annað varð komizt, byrjasti ég að venja hana af ópíumátinu,
og hefir hún ekki tekið það síðan.
Ólafsfi. Deyfilyfjaneytandi er einn í héraðinu, gömul karlæg kona,
eftir því sem ég hefi komizt næst 94 ára gömul. Hún fær alltaf ca.
3 grm. af tinct. thebaica á dag. Hún hefir notað þetta í 20—30 ár.
Vestmannaeyja. Neytendur deyfilyfja eru talin hjón ein. Bæði hafa
þau samtals fengið árið 1934 tinct. thebaic. grm. 2445 og codein í
samsettum skömmtum grm. 9,54. Auk þess hafa þau fengið um 615
grm. tinct. thebaic. yfir árið, samkv. lyfseðlum, sem hljóða á annara
nöfn.
VII. Ýms heilbrigðismál.
1. Heilbrigðislöggjöf 1934.
Á árinu voru sett þessi lög, sem til heilbrigðislöggjafar geta talizt:
1. Lög nr. 12, 25. janúar 1934 um augnlækningaferðir.
2. Bráðabirgðalög nr. 49, 10. september 1934 um meðferð og sölu
mjólkur og rjóma o. fl.
3. Lög nr. 63, 10. des. 1934 um breyting á lögum nr. 69, 7. maí 1928
um einkasölu á áfeng'i.
Konungur gaf út:
Auglýsingu nr. 36, 6. júlí 1934 um löggildingu nýrrar lyfjaskrár.
Þessar reglugerðir varðandi heilbrigðismál voru gefnar út af stjórn-
arráðinu:
1. Reglugerð um viðauka við reglugerð um eftirlit með verksmiðj-
um og' vélum 16. febrúar 1929 (19. jan.).
2. Reglur um framkvæmd laga nr. 91, 23. júní 1932 um varnir gegn
kynsjúkdómum (27. jan.).
3. Reglugerð um barnavernd fyrir Vestmannaeyjar (11. maí).
4. Reglugerð um kirkjugarða (25. júlí).
5. Erindisbréf héraðslækna (26. júlí).
6. Heilbrigðissamþykkt fyrir Hríseyjarhrepp í Eyjafjarðarsýslu
(29. okt.).
7. Breyting á heilbrigðissamþykkt fyrir Ytri-Akraneshrepp í Borg-
arfjarðarsýslu nr. 65 frá 1929 (10. nóv.).
8. Reglur um eftirlit með smjörlíkisgerðum (15. nóv.).
9. Reglugerð um viðauka við reglugerð um Slysatryggingu ríkisins
28. des. 1931 (4. des.).
10. Reglugerð um barnavernd fyrir Neskaupstað (13. des.).
11. Reglur handa sóttvarnarnefndum (31. cles.).
12. Almennar reglur um opinberar sóttvarnir g'egn útbreiðslu næmra
sjúkdóma (31. des.).
Iíonungur staðfesti skipulagsskrár fyrir eftirtalda sjóði og stofn-
anir til heilbrigðisnota:
1. Barnaheimilið Sólheimar í Hverakoti í Grímsnesi (12. jan.).
2. Styrktarsjóður Þórunnar ljósmóður Hjörleifsdóttur (2. maí).