Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 18
Faraldrinum, sem gengið hefir um landið undanfarin ár, linnir á
þessu ári. Er aðeins getið í 3 héruðum og ekki eftir lok júnímánaðar.
Læknar láta þessa getið:
Öxarfj. Samtímis á 4 heimilum í Kelduhverfi í júní, komin úr
Húsavikurhéraði. Nokkrar varnir. Varð furðu lítið úr.
5. Barnsfararsótt (febris puerperalis).
Töflur II, III og IV, 5.
S júklingafjöldi 1925—1934:
1925 1926 1927 1928 1929 1930 1931 1932 1933 1934
Sjúkl........ 7 13 10 13 18 14 15 9 9 3
Dánir ....... (5 1 3 3 1 5 3 1 3 2
Sjúklingatalan með langlægsta móti, en dánartalan ekki að sama
skapi lægri. Skrásetning bersýnilega ófullkomin.
Læknar láta þessa getið:
Borgarnes. Stúlka, 29 ára, ól barn. Hún hafði verið kirtlaveik og
talin berklaveik fjölda ára. Hún missti töluvert blóð með fylgjunni,
og á 3. degi kom hiti, ekki mjög hár, en þroti hafði komið út frá rifu,
sem komið hafði við fæðinguna. Henni smáhrakaði þrátt fyrir allt,
sem reynt var, og dó eftir 3 vikur. Hafði verið hitalaus nokkra daga.
(Ekki skráð á mánaðarskýrslu.)
Flategrar. Kona ein í Súgandafirði fékk eftir sjálfkrafa fæðingu
hitaveiki i 8—10 daga. Heimili hennar er líldega sóðalegasta heim-
ilið í héraðinu. (Ekki skráð á mánaðarskýrslu.)
Norðfj. 1 kona skráð í ág'úst. Tilfellið vægt, en ótvírætt.
Mýrdals. Barnsfararsótt fékk 1 kona eftir eðlilega fæðingu. Var
hún þungt haldin í fyrstu, en fékk að Iokum fullan bata.
6. Gigtsótt (febris rheumatica).
Töflur II, III og IV, 6.
SjúklingafjÖldi 1925—1934:
1925 1926 1927 1928 1929 1930 1931 1932 1933 1934
Sjúkl.......... 120 146 133 88 214 257 167 167 128 147
Dánir ........... „ 1 3 „ „ „ „ 1 1 *
7. Taugaveiki (febris typhoidea).
Töflur II, III og IV, 7.
S júklingafjöldi 1925—1934:
1925 1926 1927 1928 1929 1930 1931 1932 1933 1934
Sjúkl........... 83 175 27 49 28 23 48 65 11
Dánir ........... 7 13 3 2 2 1 6 3 2
Tauaveiki er skráð í 6 héruðum, þar af þó 1 oftalið (Norðfj.)-
í Akureyrar var um nokkurn faraldur að ræða, og mátti rekja til
Flateyjar á Skjálfanda, er síðar kemur meira við taugaveikissögu. I
skýrslum er ekki greint á milli typhus abdominalis og paratyphus,