Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 36
84
Farskólinn í Haukadal í Þingeyrarhreppi. Er næsti skóli
við Keldudalsskóla. Þar reyndust 3 nemendur af 8 smitaðir, eða rúm-
léga 37%. Fjölgar þeim, sem smitaðir eru, með hverju ári. Fyrir 2
árum voru þeir aðeins 22%. Er kunnugt um mörg börn í Haukadal
með kirtlabólgu og grun um herkla, eigi síður þau, sem eru innan
við skólaaldur. Kennarinn veiktist af berklum síðasta vetur og dvelur
nú á Vífilsstöðum.
Barnaskólinn á Þingeyri. Þar reyndust 10 nemendur af
48 Pirquet -þ, eða rúmlega 20%. Þar hefir tala hinna smituðu vaxið
á 2 árum, úr 13% upp í 20%. Er þessi skóli næsta skóli við Hauka-
dalsskólann. Smitunaraldan virðist því síga hægt og ákveðið í áttina,
enda er nú nokkuð af búsettu fólki á Þingeyri aðflutt úr Keldudal.
Faðir 10 ára telpu frá Brekku í Brekkudal, sem smituð reyndist,
hafði adenit. tb. á uppvaxtarárunum. Hefir síðan verið hraustur.
Föðurafi var talinn berklaveikur fyrir 40 árum síðan. Dó í hárri
elli fyrir 2 árum. Virtist laus við berkla, svo lengi sem mér var
kunnugt.
Farskólinn að Lambahlaði í Mýrahreppi. Þar reyndist
enginn smitaður af 10 nemendum. Hefir og svo verið um 10 undan-
farin ár. Munu engir vera berklaveikir í þessu skólaumdæmi, börnin
þroskaleg og tannskemmdir aðeins í 40%.
Farskólinn a ð N li p i. Þar reyndist 1 nemandi smitaður af
10, eða 10%. Er það nokkuð Iægri tala en fyrir 2 árum, þá 14%.
Hinn eini smitaði er 10 ára telpa frá gömlu berklaheimili. Systur
hennar, sem í skóla hafa gengið, reyndust áður Pirquet -þ. 1 systir
veiktist af berklum fyrir 5 árum. Dvaldi á heilsuhæli. Virðist hraust
síðan. Föðurbróðir dó úr berklum fyrir 8 árum. Föðursystir dó úr
berklum nokkru fyrr. Útkoman í öllu héraðinu verður því, að Arnar-
firði fráskildum, að rúmlega 22% eru smituð, en var fyrir 2 árum
16%. Héraðið i heild má því teljast á smitunarstigi, þótt aðeins sé
fengin þriggja ára reynzla. í Arnarfirði var því miður eig'i unnt að
Pirquetprófa börn vegna fjarlægðar. Hefði það þó verið mjög fróð-
legt, þar sem Auðkúluhreppur mátti, fyrir 25 árum síðan, heita eitt
samanhangandi berklabæli, þótt nú virðist þar ailt hvítt og fágað í
því efni. Skóli hefir eigi starfað þar undanfarin 2 ár.
Blönduós. Einna mest hefir borið á berklaveiki á Skagaströndinni,
og eru þar óefað einhver berklahreiður. Kg hefi hugsað mér, ef tími
og tækifæri vinnst til, að húsvitja þann hluta héraðsins á næstunni og
reyna um leið að grafast fyrir um það, hvar þau muni vera.
Snuðárkróks. Býst við, að berldaveiki sé frekar í vexti en hitt.
Svnrfdæln. Heilsufar þeirra 30 sjúklinga, er voru á berklaveikis-
skrá í árslok, var sem hér segir:
1. Vinnufærir (þ. á m. unglingar og börn, fær um að stunda nám) 25
2. Ferlivist höfðu, en lítt eða ekki vinnufærir ................ 4
3. Rúmfastir ................................................... 1
Akureyrnr. í árslokin gerði ég (eins og ég hefi lengi verið vanur)
upp, í samráði við starfsbræður mína í héraðinu, hvernig heilsu-
ástand hinna skráðu berklasjúklinga hefði breytzt frá því árinu a