Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 50
48
að taka þurfi. Allir vankar sjaldgæfir. Heimavistarbörn hafa góða
lyst, og það er töluvert að, ef svo er ekki. Yfirleitt hafa börn hér gott
af skólavistinni líkamlega. Því veldur reglan og þó engu síður óreglan,
þ. e. a. s. breytingin. Hún á vel við börn. Auðvitað gert ráð fyrir, að
þau séu ekki veik og í engu ofboðið. Vakað yfir hinum veikluðu. A
misjöfnu þrífast börnin bezt. Máltækið á e. t. v. aðeins við tilbreytni.
Ég' álít þá deildaskiptingu, er hér tíðkast, á allan hátt holla og hentuga,
en hefi mestu bölvun á látlausu námsskaki mesí allt árið, sem sumir
kennaravitringar vorra tíma vilja nú hefta þau í. Okkar stutta sumar
þurfa þau til slarks. Látum svo vera, að þeim fari þá minna fram á
vöxt — og auk þess góða hvíldarkafla á vetrum.
Hrónrstungu. Mest ber á tannskemmdum og óþrifum — lítið um
eitlaþrota og aðra kvilla. Börn hér um slóðir eru frekar hraust.
Seijðisfj. Hrein undantekning er orðið að hitta fyrir barn með allar
tennur heilar.
Norð/j. Skoðuð voru 177 börn. 75 höfðu lús eða nit — 42%. Það
er lægsta tala, sem hér hefir verið. Samt litið lækkað síðustu 5 árin.
Fáskrúðsfj. Heilsufar skólabarna var mjög gott og engin óþrif, en
tannskemmdir allmiklar.
Síðu. Skólabörn reyndust sæmilega hraust. Var engu skólabarni
vísað frá skólaveru.
Mýrdals. Skoðaðir voru allir barnaskólar héraðsins og auk þess
unglingaskóli í Vík. Nemendur voru yfirleitt vel hraustir, að því er
séð varð.
Vestmnnnaeyjn. Helztu kvillar barnaskólabarnanna (436): Meiri
háttar bakskekkja 5, minni háttar 28, hypertr. tonsill. 8 (mikil brögð
að), enuresis 3, epilepsia nocturna 2, strabismus 4, nærsýni og astig'-
matismus 22, heyi-n í lakara lagi 18, blóðleysi 30, kokeitlaauki 2, háls-
eitlar þrútnir og' í stærra lagi 45. Helzt úr lest hafa 6 börn vegna
berklaveiki, þar af liggja 4 á sjúkrahúsi, 2 með lungnaberkla, bæði
smitandi fyrst í stað, annað orðið smitfrítt um áramót. — Advéntista-
skólinn (62 börn, skólaskoðuð 30, óskólaskoðuð stöfunarbörn 32')):
Þar af blóðlaus 6, minni háttar skakkbak 6, eitlaþroti 6, óþrif 4,
eitlingaauki 4.
Eijrarbakka. Kvillar og afbrigði auk þess, sem getur í hinni sér-
stöku skýrslu: Adenitis cervical. 4, ainbustio 1, anæmia 5, Littles
sjúkdómur 1, contusio 41, ecthyma 1, eczema 1, furunculus 1, hæmi-
crania 1, herpes labialis 5, heyrnarsljóleiki 2, hordeolum 2, hyper-
metropia 1, hypertr. tonsill. 10, megurð í meira lagi 1, myopia 4, paru-
lis 1, pes planus 1, scoliosis 1, strophulus 2, verrucosis 17, vuln. contus.
26, vuln. incis. 1, litblind á rauðan og' grænan lit 3 drengir.
fírímsnes. Heilsufar skólabarna mátti heita gott. Nokkuð mikið bar
á tannskemmdum.
Keflavíkur. 1 barni vísað um tíma úr skóla vegna gruns um berkla-
veiki í lungum. Scoliosis 4, anæmia 7, hernia 1, sjóndepra 20 og -
með kláða.
1) Öll skólabörn og skólastaði ber að skoða (berklavarnarlög).