Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 98
Sauðárkróks. Bólusetning fór fram í flestum bólusetningarum-
dæmum.
Ólafsfj. Bólusetning fór fram eins og' venja er til. Bólan hefir, eftir
skýrslum og eftir því, sem bólusetjari segir, komið út á öllum endui'-
bólusettu börnunum, en ekki nema helming af þeim frumbólusettu
— hvernig sem það her að skilja.
Svarfdæla. Flestöll frumbólusettu börnin fengu meiri og’ minni
hitasótt, en ekkert veiktist alvarlega.
Vopnafj. Bólusetning féll niður í syðri hluta héraðsins vegna skar-
latssóttarfaraldursins í kauptúninu.
Síðu. Mjög' sjaldan ástæða til að kvarta um slærnar afleiðingar af
bólusetningu — aldrei banvænar afleiðingar, eins og getið er um í er-
lendum læknarituin. Stundum hefir bóluefni virzt áhrifalítið, en í ár
varð yfirleitt góður árangur.
Mýrdals. Bólusetningar fórust algerlega fyrir í Austur-Eyjafjalla-
hreppi vegna skarlatssóttar, og að nokkru leyti í hinum hreppunum
líka.
Keflavíkur. Bólusetning' féll niður vegna skarlatssóttarinnar.
20. Skoðunargerðir eftir kröfu lögreglustjóra.
Skoðunargerðir eftir kröfu yfirvalda eru ótíðar nema helzt í Reykja-
vík, en þar fara þær nú undantekningarlaust fram á Rannsóknar-
stofu Háskólans. Forstöðumaður hennar hefir gert skýrslu þá, er hér
fer á eftir, yfir slíkar skoðunargerðir, sem farið hafa fram á Rann-
sóknarstofunni síðan haustið 1926:
1. 9. okt. 1927. Á. I. V. $, ca. 30 ára. Lik af manni, sem hafði dáið skyndilega að
nóttu til.
Niðurstaða : Methylalkoholeitrun.
2. 9. nóv. 1927. G. G. $, lík, sem fannst i höfninni.
Niðurstaða : Maðurinn hafði farið lifandi i sjóinn og drukknað. Likið
sennilega legið a. ni. k. 3—4 daga í sjónum. Engin áverkamerki.
3. 9. marz 1928. R. P. $. Lík af ca. 35 ára manni, sem varð bráðkvaddur í skrif-
stofu í Reykjavík.
Niðurstaða : Nephritis acuta.
4. 22. ág. 1928. M. I. $. Lík af fuilorðnum, ungum manni úr Rvík, sem fannst
skotinn inni i stofu að Vallá á Kjalarnesi 20. ág. 1928.
Niðurstaða : Skot í gegnum hjartað, h. og v. ventriculus, vinstra lunga,
þind og efra miitispól. Kúlan úti undir skinni í bakinu v. megin milli 11. og
12. rifs. Suicidium.
5. 17. sept. 1928. J. M. $. Lik af fullorðnum manni, sem fannst í lest á m/b Vík-
ingur.
Niðurstaða : Fract. baseos cranii, sennilega eftir fall.
6. 30. okt. 1928. J. E. $. Fullorðinn maður, sem andaðist voveiflega 29. okt. i
kjallara í Rvík.
Niðurstaða : Methylalkoholeitrun.
7. 19. nóv. 1928. Þriggja mánaða gamalt meyharn, sem andaðist skyndilega i rúmi
móður sinnar.
Niðurstaða: Sennilegt, að barnið hafi kafnað. Engin áverkamerki.
8. 24. nóv. 1928. B. II. $, ca. 70 ára. Fannst örendur inni við sundlaugar.
Niðurstaða : Varð úti og dó úr kulda.
9. 23. marz 1929. Tveggja mánaða gamalt barn, sem lézt skyndilega.
Niðurstaða : Defectus septi ventriculorum. Bronchitis.