Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 75
73
gerð úr járnbentri steinsteypu, sum úr timbri fyrir ofan grunn. Flest
eru hituð frá miðstöð. Þar að auki var lokið við smíði þriggja húsa í
sveit, er byrjað var á, áður en landskjálftarnir hófust. Var 1 þeirra
í Svarfaðardal og 2 á Árskógsströnd, annað nýbýli, Engihlíð í Krossa-
landi. Nokkur röskun varð sumstaðar á vatnsbólum eftir jarðskjálft-
ana, en ekki varð vatnsskortur til langframa nema i Hrísey. Þar
þrutu flestir brunnar seinni part sumars, en að vísu er þar oft meiri
og minni vatnsskortur á haustin. Er nú í ráði að gera vatnsleiðslu
þar, en ekki er enn bju-jað á framkvæmdum.
Ólafsfj. Húsakynni eru víða slæm; þó bót í máli, að í flestum ibúð-
um er miðstöðvarhitun. Vatnsveitunni í þorpinu er mjög ábótavant.
Upphaflegi brunnurinn orðinn allt of lítill, svo að leiða verður í hann
vatn í opnum stokk úr lækjum og lindum í fjallinu. Afleiðingin er,
að þegar vatnavextir eru, er vatnið svo gruggugt, að það er varla
notandi til gólfþvotta, þegar verst er, og er það þó ef til vill minnsta
hættan. Hitt er verra að hafa vatnsleiðslu opna, þar sem jafnmikil
umferð er og' á þessu svæði. Nú hefir verið samþykkt að gera nýja
vatnsleiðslu og fulltrygga á næsta ári. Engin skólpveita er úr kaup-
túninu, heldur er öllum óþverra safnað í gryfjur, sem eru við hvert
hús. Því hefir sérstaklega á þessu ári verið hreyft að gera sameigin-
lega skólpveitu úr öllu kauptúninu. Umgengni utanhúss er víða í
megnasta ólagi, og svo verður það alltaf á meðan hver á að hreinsa
í kringum sig.
Höföahverfis. 2 steinhús voru reist á árinu, annað hér á Greni-
vík, en hitt á sveitabæ.
Reykdæla. Byggingar allgóðar víðast og batna árlega. Salerni óvíða.
Annars þrifnaður og umgengni i góðu lagi. Lús mjög óvíða.
Öxarfj. 5 ný hús voru byggð í sveitum og 1 á Kópaskeri, öll úr stein-
steypu með miðstöðvarhitun og tvöföldum veggjum.
Þistilfj. Nokkur ný hús voru byggð hér í Þórshöfn.
Vopnafj. Prestssetrið Hof hér í hreppi brann til kaldra kola í árs-
lokin 1933. Á árinu var byggt þar vandað steinhús, sem nú er full-
gert. Húsið er úr einfaldri steinsteypu, en einangrað og þiljað innan
á útveggi. Miðstöð er í húsinu, vatnssalerni (fyrsta hér í sveit) og
baðherbergi með kerlaug og steypibaði. Gluggar allir tvöfaldir.
Hróarstungu. Engar eða litlar umbætur á húsum hafa verið fram-
kvæmdar þetta ár.
Norðfj. Á árinu var byggt lítið sláturhús af kaupfélaginu Fram á
Norðfirði. Verður lógað ca. 200 fjár á dag. Mun það nægja. Meðal-
slátrun mun hafa verið um 2 þúsund á ári. Hefir ekkert verið flutt
út, en allt selt í bænum. Auk þess er nokkuð saltkjöt flutt að. í hús-
inu er steinsteypt gólf, rennandi vatn og afrennsli, auk venjulegs
sláturhússútbúnaðar til fláningar o. fl., svo að skilyrði eru bærileg
til að farið verði ti’ygg'ilega með kjöt og annað. Aðeins er nokkuð
rúmlítið.
Fáskrúðsfj. Húsakynni eru víða mjög léleg, einkum í Hafnarnesi
og ekkert byg'gt. Salerni eru víða (kaggasalerni). Þrifnaður er al-
nxennt sæmilegur og víða góður.
10