Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 143
141
Tafla III sýnir árangurinn eftir aldursflokkum. Til samanburðar
er sett tafla, er sýnir árangur af Schickprófi 1932, sem áður
var getið.
Sést af þessum samanburði, að 1935 er tala hinna ónæmu í öllum
aldursflokkum ennþá lægri en 1932.
Síðan voru 2555 börn bólusett og þar af 2302 tvisvar, og liðu að
jafnaði 3 vikur milli fyrri og' síðari bólusetningar.
Fyrst var pantað bóluefni frá Pasteurs Institut i París, það var
venjulegt anatoxin, oft kallað Ramons anatoxin eða toxoid — unnið
nieð því að bæta formalin út í toxinbouillon. Við það breytist toxinið
í anatoxin, sem hefir sömu antigenverkanir án þess að vera toxiskt.
Styrkleiki þessa bóluefnis (liér eftir kallað ,,R“) var 20 einingar pr.
cc. Með því voru bólusett ca. 500 börn, og fengu þau 1 cc. subcutant í
fyrra sinn og 2 cc. síðar samkv. meðfylgjandi fyrirsögn, og skyldi
það nægja til að fá fram Schickimmunitet í 98% tilfella.
Allt annað bóluefni var fengið frá Statens Scruminstitut í Kaupm.-
höfn, og áttum við þar sérstakri velvild að mæta, fengum m. a. tals-
verða sendingu í byrjun ókeypis. Schicktoxin fengum við og allt þaðan.
Dnnska bóluefnið (hér eftir kallað I). I, I). II og D. III) var ,,hreinsað“
anatoxin, i. e. með absorbtion, er sjálft anatoxinið að miklu leyti
skilið frá öðrum óspecifik proteinefnum í hinni upprunalegu toxin-
bouillon. Til absorbtionar er notað Ab(OH«) og toxinið síðan losað frá
því. Fæst þannig hin hreinsaða anatoxinblanda, sem er vatnstær.
Þannig var anat. D. II, styrkleiki 30 ein. pr. cc. D. I og' D. III var aftur
á móti hreinsað anatoxin -f- 10% AL(OH);, í suspension. Styrkleiki
11. I 100 ei-n. pr. cc., en D. III 50 ein. pr. cc. — AL>(OH)s er aftur bætt út
í anatoxinblönduna, sem búið er að hreinsa, til þess að gera antigen-
verkunina haldbetri. Mestur hluti anatoxinsins absorberast aftur af
A]2(OH)3, sem er suspenderað í grófum flyksum, en það (alhydr.)
resorberast seint eftir dælingu í subcutis og tefur þannig fyrir resorb-
tion anatoxinsiils, sem við það er bundið. Anatoxinið losnar því smátt
°g smátt og ætti að verka líkt og margendurteknir antigenskammtar
K>eð stuttu millibili, en það er alkunna, að sami antigenskammtur
veldur miklu meiri mótefnamyndun, ef honum er skipt og dælt með
vissu millibili heldur en ella, ef honum er dælt í einu lagi og ekkert
gert til að hindra viðstöðulausa resorbtion. Af danska bóluefninu
Ví>r í skólunum nær eingöngu notað I). III.
Eftir bólusetningu með franska bóluefninu var gert ráð fyrir re-
aktion — þrota á stungustað og hita í ca. 10% tilfella, en sjaldnar
eftir danska bóluefnið, vegna þess að það inniheldur minna af óvið-
komandi proteinefnum. Yfirleitt er ungum börnum innan við 5—6
ara aldur síður hætt við reaktion.
Reynt var að fá upplýsingar hjá börnunum um óþægindi og hita
eftir fyrri bólusetningu, en þær upplýsingar voru svo ófullnægjandi,
að ekkert verður á þeim byggt með vissu. Ekki var hægt að sjá
aeinn mun á R og D í þessu tilliti, nema helzt, að algengt var, að nokk-
uð herzli myndaðist á stungustað el'tir D. I og D. III og héldist í
ftokkra daga. Annars virtist algengt að fá hita fyrstu 1—2 dagana