Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 93
ÍH
Þóroddur DaviSsson, AlviSru. Veggjalús var mögnuð í gamla bænum frá 1929.
Siðastliðið sumar byggður nýr bær. Bar fyrst ekki á neinu þar, en brátt fór þó
að verða vart við veggjalúsina. Var þá bærinn bikaður að innan og þiljað þar yfir.
Síðan hefir lúsarinnar eigi orðið vart.
Kristján Daviðsson, Bakka. Veggjalúsar varð fyrst vart 1932. Útrýmt með skor-
dýradufti — Knock-out — sama ár. Hefir lítið gert vart við sig síðan. í vetur hafa
sést 3—4 stykki.
Jón Benónýsson, Hjarðardal. Veggjalúsar varð fyrst vart 1916. Fjölgaði eftir
það. Ekkert sérstakt gert til útrýmingar. Settur tjörupappi milli þilja á þaki, Bar
ekki á veggjalúsinni í 6—1 ár, þar til síðasta sumar.
Gísli Sighvatsson, Höfða. Veggjalúsar varð fyrst vart 1931. Skordýraduft hefir
verið notað til útrýmingar. Beynist vel. Drepur undir eins þar sem það nær til.
Verður nú nær aldrei vart við lúsina.
Sighvalur Jónsson, Höfða. Veggjalúsar varð fyrst vart vorið 1928. Byrjað að
nota skordýraduft til útrýmingar 1932. Hefir horfið að mestu. Síðan er það notað í
hvert sinn, er lúsarinnar verður vart.
Guðmundur Guðmundsson, Nœfranesi. Veggjalúsar varð fyrst vart hér i göml-
um torfbæ, 1898. Engar tilraunir gerðar til 1907. Bærinn þá rifinn, fluttir burtu allir
moldar- og grjótveggir. Byggt nýtt hús, að mestu úr timbri. Var siðan ekki til á
tímabilinu frá 1907—1915. Barst ]>á hingað aftur. Siðan gert ýmislcgt til útrýmingar.
Sjóðandi vatni sprautað i rifur, svefníbúð klædd með pappa, málað, brent forma-
lini, notað skordýraduft. Arangur af þessu öllu eigi annar en sá, að úr hefir dregið
lúsinni. Er þó til í húsinu nú.
Bjarni Kristjánsson, Nœfranesi. Fyrst varð vart við veggjalús 1923. Þótt eitt
og annað væri reynt, mátti heita óverandi hér, þar til 1931, að ég sprautaði með
Knock-out-dufti. Síðan hefir ástandið verið betra, með því að sprauta árlega —
jafnvel alveg horfið i bili. En til er veggjalúsin enn.
Steinjrór Guðmundsson, Lamhadal. Veggjalúsar varð vart fyrir rúmu ári. Spraut-
að með skordýradufti. Við sprautunina hvarf lúsin i bili, en til mun hún vera enn,
þótt lítið beri á henni.
Sigurður Jónsson, Innri-Lambadal. Fluttist hingað 1925. Þá var hér fullt af
veggjalús. Byggt nýtt steinsteypuhús 1930. Síðan hefir hún ekki sést.
Bjarni Sigurðsson, Innri-Lambadal. Veggjalúsar varð fyrst vart fyrir 6 árum,
Hefir verið reynt að sprauta með steinolíu, baðlyfi og sterku sápuvatni. Hefir borið
töluverðan árangur í bili. í haust var sprautað með skordýradufti. Lúsin hefir ekki
sézt síðan, en að öllum líkindum er hún þó enn til.
Heimili. sem eigi hafa svarað, en kunnugt er um, að veggjalús er á:
Gerðhamrar. Hefir eflaust verið þar lengi, í gömlu og gisnu timburhúsi með
torfveggjum. Var svo mögnuð þar fyrii- nokkrum árum, að búendur töluðu um að
flytja af bænum. Hefir verið notuð formalíngufa, Flitvökvi og Knock-out í útrým-
ingarskyni. Haldizt í skefjum síðan.
Rani. Varð vart fyrir 2 árum og eigi lítið. Notað Knock-out. Haldizt í skefjum.
Stóri Garður. Varð vart fyrir nokkrum árum. Til útrýmingar notað formalín-
gufa, FTit-vökvi og Knock-out. Því nær horíið, en tekur sig upp aftur.
Gxlóra. Hefir að likindum verið þar í mörg ár. Haldið í skefjum með lysólblöndu
og síðan með Knock-out.
I Þingeyrarhreppi hefir aðeins borið á veggjahis á cinum bæ, sem er
Hvammur. Barst þangað með bóndanum, er stundaði vinnu í Framnesi fyrir
30—40 árum. Til útrýmingar notuð formalíngufa, Flit-vökvi og Knock-out. Helzt
í skefjum. Eru þá eftir 19 bæir í Mýrahreppi, sem lúsin hefir eigi borizt á. Þó
mun eigi vert að fullyrða, að allir þessir bæir séu lausir við hana. Samkvæmt
skýrslu bóndans frá Næfranesi, virðist veggjalúsin hafa borizt þangað fyrir aida-
mót. Fram undir 40 ár eru því liðin síðan. Útbreiðslan virðist hafa gengið ótrúlega
liægt, þar sem bændur telja hana flestir komna á siðustu árum. Getur það stafað
!>f ókunnugleika ábúenda, þar sem á flestum þessum jörðum hafa orðið ábúenda-
skipti. Undarlegt er, að bændur á Höfða telja hana komna fyrir fáum árurn, þar
sem hvalveiðastöðin var við túngarðinn hjá þeim. Þó hafa þar eigi orðið ábúenda-
skipti. Síðasti bæri nn, sem getið er um í skýrslunni, Hvammur, er i Þingeyrar-
l'reppi. Hefir veggjalúsar hvergi orðið vart annarsstaðar í þeim hreppi.