Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 66
64
héraði, Karl Magnússon, settur 18. október til þess að gegna Reykjar-
fjarðarhéraði ásamt sínu héraði frá 1. nóvember. Héraðslæknirinn x
Fáskrúðsfjarðarhéi’aði, Guðmundur Guðfinnsson, settur 5. nóv. til
þess að gegna Berufjarðarhéraði ásamt sínu héraði frá 1. sama mán-
aðar. Arngrímur Björnsson, cand. med. & chir., skipaður 12. nóvem-
ber héraðslæknir í Flateyjarhéraði.
Sæmundi Bjarnhéðinssyni, prófessor, yfirlækni við Holdsveikra-
spítalann í Laugarnesi veitt 11. maí lausn frá embætti frá 31. ágúst.
— Húð- og kynsjúkdómalæknir, M. Júl. Magnús, ráðinn með samningi
dags. 21. júlí yfirlæknir við Holdsveikraspítalann í Laugarnesi frá
1. september.
Sérfræðingaleyfi var veitt (samkv. lögum nr. 47, 23. júní 1932 uxn
lækningaleyfi o. s. frv. sbr. reglugerð 30. des. 1932 um skilyrði fyrir
veitingu lækningaleyfis og sérfræðingaleyfis):
26. marz Sigurði Sigurðssyni, Reykjavík, í lyflækningum.
Þessir læknar settust að störfum á árinu:
í Reykjavík: Gísli F. Petersen, Gísli Pálsson (áður í Hafnarfirði).
Guðmundur Karl Pétursson,1) Páll Sigurðsson (áður héraðslæknir á
Hofsós og síðan um tíma starfandi á Siglufirði) og Sigurður Sig-
urðsson.1)
Á Akranesi: Hallgrímur Björnsson.
Á Akureyri: Jón Steffensen.
í Vestmannaeyjum: Einar Guttormsson.
Um heilbrigðisstarfsmenn láta læknar þessa getið:
Borgarn.es. Ljósmæður eru 6, og höfðu tvær þeirra ekki tekið á móti
neinu barni þetta ár.
Flateyjar. Ljósmóðir var engin í Flateyjarumdæmi fyrr en um
haustið. Kom hún þá frá námi. Héraðslæknir gegndi því að mestu
þessum störfum á meðan engin var ljósmóðirin, vegna brýniiar
nauðsynjar.
3. Sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir.
A. Sjúkrahús. Töflur XV—XVI.
Sjúkrahús og sjúki’askýli teljast á þessu ári samkvæmt töflu
37 alls. Hefir þeim fjölgað um 1 á árinu (sjúkrahús Hvítabandsins x
Reykjavík).
Rúmafjöldi sjúkrahúsanna telst 1034, og koma þá 9 rúm á hverja
1000 íbúa. Almennu sjúlcrahúsin teljast 30 með samtals 563 rúmum eða
4,9%c. Á heilsuhælunum eru rúmin talin 281 eða 2,5%0.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Þess hefir margsinnis verið getið, að þörfin á sjúkra-
skýli ykist með hverju ári eftir því sem fólkinu fjölgar. Sjóður skýl-
isins hefir aukizt um 3—4000 kr. á árinu, svo að hann mun vera orð-
inn milli 20—30 þús. kr.
Þingeyrar. Aðsókn í meðallagi. Með meira móti aðsókn af erlend-
um sjómönnum, einkum Englendingum. Koma þeir hér einkum frani-
1) Þessir 2 læknar eru of snemma hér taldir í Heilbrigðisskýrslum 1933.