Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 17
15
Siðu. Seinna misseri ársins taldist hér alveg kveflaust, og er þó
óvanalegt, að ekki komi eitthvert haustkvef.
Mýrdals. Kvefsótt, allþung, stakk sér niður víðsvegar um héraðið
í marz—april.
Eijrarbakka. Helzt bar á kvefsótt í mánuðunum apríl—júni. Þá
mánuðina virtist ganga um héraðið kvefsóttarfaraldur, er að jafnaði
var vandalaust að rekja til Reykjavíkur. Allmörg börn veiktust mikið
snöggvast, en batnaði fljótlega aftur, og veit ég ekki, að börn dæju
úr veikinni.
Keflavíkur. Kvefsótt töluverð, sérstaklega 5 fyrstu mánuði ársins.
Lagðist aðallega á börn.
3. Barnaveiki (diphteria).
Töflur II, III og IV, 3.
Sjiíklingajjöldi 1925—1934:
1925 1926 1927 1928 1929 1930 1931 1932 1933 1934
Sjúkl........ 56 71 26 17 6 9 14 10 3 1
Dánir ....... 5 2 2 3 2 1 1
1 tilfelli í Reykjavílc rétt fyrir áramótin. Að öðru leyti er hennar
ekki getið, enda mun hún ekki hafa minnt á sig neinsstaðar annars-
staðar.
Vegna þess, að svo langt er síðan barnaveiki hefir gengið, vekur
hvert tilfelli, sem stingur sér niður, ugg um, að hættulegur faraldur
sé þá að brjótast út. Þetta barnaveikistilfelli í Reykjavík og nokkur
önnur, sem komu fyrir skömmu eftir áramótin og reyndust óvenju-
lega illkynjuð, urðu til þess, að heilbrigðisstjórnin gekkst fyrir því,
að hafin var almenn bólusetning gegn barnaveiki á barnaskólabörnum
í Reykjavík, og var bólusetningin kostuð að hálfu af sóttvarnarfé
ríkissjóðs, en að hálfu úr bæjarsjóði Reykjavikur, að öðru leyti en
því, að Rannsóknarstofa Háskólans, sem framkvæmdi bólusetninguna,
lagði til bóluefnið.
Júlíus Sigurjónsson, aðstoðarlæknir við Rannsóknarstofu Háskólans,
gerir grein fyrir þessari bólusetningu í sérstakri skýrslu, sem prentuð
er hér á eftir sem 3. kafli þessa heftis.
En það mikið kvað að því, að illkynjuð barnaveiki styngi sér
niður í Reykjavík á hinu næsta ári, að ekki mun vera of djarft að
álykta, að bólusetning þessi hafi átt verulegan þátt í, að ekki varð
rneira úr, og mun þess nánar getið i næstu skýrslu.
4. Blóðsótt (dysenteria).
Töflur II, III og IV, 4.
Sjúklingafjöldi 1925—1934:
1925 1926 1927 1928 1929 1930 1931 1932 1933 1934
2 15 15 323 65 26 153 780 167 10
Sjúkl.
Dánir