Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 90

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 90
88 laga í líkingu við augnlæknana, íil hinna vandasamari aðgerða og leiðbeiningar héraðslæknunum. Hafa ferðalög tannlækna þegar nokkuð verið tíðkuð. Vel færi og á, að starfandi læknar í héruðum, sem ekki bera sérstakan tannlækni og illa tvo lækna, gerðu sér tannlækningar að sérgrein, er þeir síðan stunduðu ásamt almennum læknisstörfum. En í skólum unglinganna, héraðsskólum, gagnfræðaskólum, kennaraskóla, menntaskólum o. s. frv., á sú menningaralda að rísa, að menn taki almennt að gera þær kröfur að hafa vel hirtan munn og heilar tennur. Sérstök sjúkrasamlög í skólum til tannlækninga meðal nem- endanna, ættu skilið að fá ríflegan opinberan styrk. Hér er um miklu meira heilbrigðismál að ræða, en menn gera sér almennt grein fyrir. Læknar láta þessa getið: Vopnafi. Leifur Sigfússon tannlæknir í Vestmannaeyjum gaf kost á að koina hingað og stunda hér tannsmíði í 2 mánuði. Dvaldi hann hér mánuðina júlí og ágúst og smíðaði gerfitennur í 17 menn og konur, auk ýmsra smærri aðgerða. Með honum var kventannsmiður danskur. Líkaði verk þeirra og öll framkoma í alla staði ágætlega. Má svo segja, að hér hafi farið fram þetta ár stór hreingerning á þessu sviði, og var að vísu full þörf á því. 16. Samkomuhús. Kirkjur. Kirkjugarðar. Læknar láta þessa getið: Slcipaskaga. Samkomuhús kauptúnsins, svonefnt Báruhús, hefir fengið mikla og góða umbót á þessu ári. Byggð var álma úr timbri með allri suðurhlið gamla hússins, 6aA meter á breidd. í henni er anddyri með fatageymslu, veitingasalur og eldhús. Miðstöðvarofnar voru settir í allt húsið hátt og lágt. 2 vatnssalerni eru á lofti með handlaugum, annað fyrir konur og hitt fyrir karla. Loftræsting er engin enn, en von hráðlega á rafmagnsviftum. Borgarnes. Kirkjur eru sumstaðar ofnlausar, og því háski að hald- ast við i þeim undir messu, þegar kalt er, en raunar kemur sjaldan til þess, því að fólk sækir svo illa messur, og lætur prestur þá vana- lega nægja að lesa ræðuna inni i baðstofu fyrir þá, sem viðstaddir eru. Bildudals. í Dalahreppi eru flestir fundir og samkomur haldnar í barnaskólahúsunum. 1 Bíldudal er barnaskólahúsið notað fyrir hreppsfundi, en annars eru flestar samkomur, dans og leiksýningar, ýmist haldnar í fiskhúsunum eða í húsi kaupmanns eins, og hvort- tvegg'ja lítt nothæft til þeirra hluta. Flateyrar. Samkomuhús er ekkert á Flateyri, og er það illt. Kirkjur eru hvorki á Suðureyri né Flateyri, enda er þessum málum svo vís- dómslega fyrir komið í báðum fjörðunum, að prestarnir eru látnir húa á afskekktum stöðum. Höfðahverfis. Kirkjugarðurinn hér í Grenivík er í sömu óreiðu og verið hefir. Þönglabakkakirkja er eina kirkjan, sem ofnlaus er, enda næstum aldrei messað þar að vetrarlagi. Má reyndar frekar kalla hana geymsluhjall en kirkju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.