Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 90
88
laga í líkingu við augnlæknana, íil hinna vandasamari aðgerða og
leiðbeiningar héraðslæknunum. Hafa ferðalög tannlækna þegar nokkuð
verið tíðkuð. Vel færi og á, að starfandi læknar í héruðum, sem ekki
bera sérstakan tannlækni og illa tvo lækna, gerðu sér tannlækningar að
sérgrein, er þeir síðan stunduðu ásamt almennum læknisstörfum. En í
skólum unglinganna, héraðsskólum, gagnfræðaskólum, kennaraskóla,
menntaskólum o. s. frv., á sú menningaralda að rísa, að menn
taki almennt að gera þær kröfur að hafa vel hirtan munn og heilar
tennur. Sérstök sjúkrasamlög í skólum til tannlækninga meðal nem-
endanna, ættu skilið að fá ríflegan opinberan styrk. Hér er um miklu
meira heilbrigðismál að ræða, en menn gera sér almennt grein
fyrir.
Læknar láta þessa getið:
Vopnafi. Leifur Sigfússon tannlæknir í Vestmannaeyjum gaf kost
á að koina hingað og stunda hér tannsmíði í 2 mánuði. Dvaldi hann
hér mánuðina júlí og ágúst og smíðaði gerfitennur í 17 menn og
konur, auk ýmsra smærri aðgerða. Með honum var kventannsmiður
danskur. Líkaði verk þeirra og öll framkoma í alla staði ágætlega.
Má svo segja, að hér hafi farið fram þetta ár stór hreingerning á
þessu sviði, og var að vísu full þörf á því.
16. Samkomuhús. Kirkjur. Kirkjugarðar.
Læknar láta þessa getið:
Slcipaskaga. Samkomuhús kauptúnsins, svonefnt Báruhús, hefir
fengið mikla og góða umbót á þessu ári. Byggð var álma úr timbri
með allri suðurhlið gamla hússins, 6aA meter á breidd. í henni er
anddyri með fatageymslu, veitingasalur og eldhús. Miðstöðvarofnar
voru settir í allt húsið hátt og lágt. 2 vatnssalerni eru á lofti með
handlaugum, annað fyrir konur og hitt fyrir karla. Loftræsting er
engin enn, en von hráðlega á rafmagnsviftum.
Borgarnes. Kirkjur eru sumstaðar ofnlausar, og því háski að hald-
ast við i þeim undir messu, þegar kalt er, en raunar kemur sjaldan
til þess, því að fólk sækir svo illa messur, og lætur prestur þá vana-
lega nægja að lesa ræðuna inni i baðstofu fyrir þá, sem viðstaddir
eru.
Bildudals. í Dalahreppi eru flestir fundir og samkomur haldnar í
barnaskólahúsunum. 1 Bíldudal er barnaskólahúsið notað fyrir
hreppsfundi, en annars eru flestar samkomur, dans og leiksýningar,
ýmist haldnar í fiskhúsunum eða í húsi kaupmanns eins, og hvort-
tvegg'ja lítt nothæft til þeirra hluta.
Flateyrar. Samkomuhús er ekkert á Flateyri, og er það illt. Kirkjur
eru hvorki á Suðureyri né Flateyri, enda er þessum málum svo vís-
dómslega fyrir komið í báðum fjörðunum, að prestarnir eru látnir
húa á afskekktum stöðum.
Höfðahverfis. Kirkjugarðurinn hér í Grenivík er í sömu óreiðu og
verið hefir. Þönglabakkakirkja er eina kirkjan, sem ofnlaus er, enda
næstum aldrei messað þar að vetrarlagi. Má reyndar frekar kalla hana
geymsluhjall en kirkju.